Viðskipti innlent

Egils Gull vann virtustu bjórverðlaun í heimi

Hugrún J Halldórsdóttir skrifar
Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. mynd/ heiða.
Íslenski bjórinn Egils Gull vann á dögunum World Beer Awards virtustu bjórverðlaun í heimi. Aldrei að vita hvað verðlaunin hafa í för með sér segir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar. Fjöldi dómara frá öllum heimshornum blindsmakkaði ríflega hundrað bjóra og viti menn, það var gullið sem hlaut gull, fyrir besta standard lager bjór í heimi.

Áður en valinn er besti bjórinn þá er þarna ákveðin heimsálfukeppni þannig að við vinnum fyrst getum við sagt Evróputitilinn og að lokum heimsmeistaratitilinn þannig að þetta er sérstaklega sætur sigur núna.

Andri segir íslenska vatnið og byggið eiga mikinn þátt í velgengni bjórsins sem og þær lagfæringar sem hafa verið gerðar á honum að undanförnu. „Leyndarmálið er náttúrulega nákvæmni og vandvirkni og að hlutirnir séu alltaf gerðir á sama hátt. Og svo svona fullt af litlum smáatriðum sem ég ætla ekki að gefa upp," segir Andri.

Er hann seldur erlendis?

„Við höfum selt til Kanada, það er nú ekki mikil sama, en mjór er mikils vísir og aldrei að vita hvað svona verðlaun hafa í för með sér," segir Andri.

Þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem þessi bjór fær?

„Nei ætli þetta séu ekki verðlaun númer 5 eða 6 en þetta eru þau flottustu. Þannig að þið getið farið að skreyta umbúðirnar með alls kyns verðlaunamerkjum. Já það verður ekki pláss fyrir nafnið lengur, það verða bara verðlaunaskyldir. En hvað, eruð þið búin að fagna þessu hérna? Já við erum alltaf að fagna, og þetta er nú eitt af stærri tilefnunum og við ætlum einmitt að hittast hérna á eftir og taka eina skál, með Egils Gull," segir Andri.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×