Lífið

Eiga von á fyrsta barni

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikaraparið Evan Rachel Wood og Jamie Bell giftu sig í laumi á síðasta ári og ætla enn og aftur að koma á óvart á því nýja. Þau eiga nefnilega von á sínu fyrsta barni.

"Evan Rachel Wood og eiginmaður hennar Jamie Bell staðfesta að þau eiga von á sínu fyrsta barni seinna á þessu ári," segir talsmaður parsins.

Töff týpur.
Evan og Jamie kynntust árið 2005 þegar þau léku saman í myndbandi Green Day við lagið Wake Me Up When September Ends. Þau hættu saman ári seinna en tóku aftur saman sumarið 2011. Jamie fór síðan á skeljarnar snemma á síðasta ári og brúðkaupið var haldið í kyrrþey í október.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.