Innlent

Eigandinn fundinn - lambið búið að vera týnt í fimm daga

Boði Logason skrifar
Sólveig gaf lambinu aldrei nafn en það er nú komið til eiganda síns eftir að hafa verið á flakki í fjóra eða fimm daga
Sólveig gaf lambinu aldrei nafn en það er nú komið til eiganda síns eftir að hafa verið á flakki í fjóra eða fimm daga Mynd/SI
„Það er bara gott að þetta endaði vel og gott að eigandinn fannst," segir Sólveig Ingvarsdóttir, íbúi í Flúðaseli í Reykjavík. Við sögðum frá því fyrr í dag að lamb hafi legið í garðinum hennar þegar hún ætlaði að fara vökva blómin í dag. Sólveig auglýsti eftir eigandanum og er hann nú fundinn.

Sólveig segir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi hringt upp á Vatnsenda en þar er rekið fjárbú. „Lambið var búið að vera týnt í fjóra eða fimm daga, svo það er gott að það komið heim til sín," segir Sólveig.

Hún segir að það hafi verið ágætis reynsla að hafa heimalning í garðinum hjá sér í nokkra klukkutíma þó það sé ekki alveg eðlilegt fyrir íbúa í íbúahverfi í Breiðholti. „Þetta var bara gaman. Það fékk mjólk í pela og þambaði alveg tvo pela af mjólk blandaðri í vatn," segir Sólveig en lambið var eflaust mjög þyrst eftir að hafa verið á reiki í Breiðholtinu og nágrenni í fjóra eða fimm daga.

Lambið hefur það nú gott í kringum önnur lömb á Vatnsendanum og nýtur veðurblíðunnar.


Tengdar fréttir

Heimalningur í Breiðholti

"Það lá bara lítið lamb úti í garði hjá mér þegar ég ætlaði að fara vökva blómin áðan,“ segir Sólveig Ingvarsdóttir, íbúi í Flúðaseli í Reykjavík. Það verður að teljast nokkuð sérstakt að lítið lamb kemur sér fyrir í garði í miðju íbúðarhverfi í Breiðholti um hásumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×