Eigendur HS Orku tilbúnir í átján milljarða fjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2011 18:09 Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Eigendur HS Orku eru tilbúnir að fjárfesta fyrir átján milljarða króna í framkvæmdum við Eldvörp skammt frá Grindavík til að finna orku fyrir álver í Helguvík en ágreiningsmál um orkuverð fyrir sænskum gerðardómi verður flutt á Íslandi í maí. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagði í hádegisfréttum okkar á laugardag að ekki væri ríkisstjórninni að kenna að álver í Helguvík hefði ekki risið. Nefndi hún m.a til sögunnar ágreining um orkuverð milli HS Orku og Norðuráls. Ágreiningsmál um raforkuverð milli HS Orku og Norðuráls vegna álversins í Helguvík, sem leyst verður fyrir sænskum gerðardómi, verður flutt hér á Íslandi síðustu vikuna í maí næstkomandi og ætti niðurstaða að liggja fyrir einhverjum vikum síðar, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2.Vilja fjárfesta í virkjunum fyrir jafnvirði átján milljarða króna Ef niðurstaðan verður Norðuráli í hag mun HS Orka standa við samninga um orkuverð, en getur ekki ráðist í framkvæmdir til að útvega orku fyrir álver fyrr en öll tilskilin leyfi liggja fyrir. HS Orka þarf að stækka Reykjanesvirkjun og þá þarf að virkja Eldvörp í Grindavík, rétt hjá Svartsengi og þarf sú framkvæmd að fara í umhverfismat. Fjárfesting í Eldvörpum gæti verið fjárfesting upp á 150 milljónir dollara, jafnvirði átján milljarða króna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er mikill áhugi fyrir því hjá Magma Energy, eigendum HS Orku, að fara í slíka fjárfestingu. Þá eru skipulagsmál ókláruð, svo fátt eitt sé nefnt. Þetta og borun eftir orkunni gæti tekið tvö til þrjú ár á sama tíma og atvinnuleysi á Suðurnesjum og landinu öllu er í sögulegu hámarki þegar útflutt atvinnuleysi er tekið með í reikninginn, en ekki þarf að fjölyrða um öll þau störf og afleidd störf sem gætu skapast við þessar framkvæmdir.Landsvirkjun á sextíu og sex milljarða króna í lausu fé Ef ekki næst sátt um orkuverð þarf Norðurál að líta í aðrar áttir eftir raforku. Landsvirkjun á þrjá tilbúna virkjunarkosti í Neðri-Þjórsá sem hafa farið í umhverfismat. Laust fé Landsvirkjunar var sextíu og sex milljarðar króna í lok síðasta árs. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að þessir kostir verði metnir í rammaáætlun sem klára á næsta haust, en upphaflega átti að klára rammáætlun 2009. Ríkisstjórnin gæti hins vegar beitt eigendavaldi yfir fyrirtækinu, en hins vegar þarf pólitískan vilja til að virkja og hann virðist ekki vera til staðar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við fréttastofu í dag að virkjunarkostir við Neðri-Þjórsá réðust af rammaáætlun. Að sögn Harðar er kostnaður vegna virkjana við Neðri-Þjórsá um hundrað milljarðar króna. Hörður sagði að Landsvirkjun vissi af áhuga fjölmarga aðila um kaup á orkunni. Hann sagði að Landsvirkjun hefði rætt við fjölmarga erlenda aðila sem vildu skapa störf á Íslandi og væru í hinum ýmsu greinum auk álframleiðslu. „Það er mikill áhugi á því að kaupa orku á Íslandi," segir Hörður. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við fréttastofu í dag að ef ríkisstjórnin vildi berjast fyrir Helguvíkurverkefninu af einhverjum krafti þá hefði Landsvirkjun átt meiri aðkomu að því sem leiðandi aðili í upphafi með tilheyrandi atvinnuuppbygginu fyrir íslenska þjóð. „Verkefnið væri þá væntanlega komið á fleygiferð," sagði hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira