Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Veiðigjöld eru mun lægri en arðurinn sem greiddur er til eigenda Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Arðgreiðslur HB Granda, kvótahæsta útgerðarfélags á Íslandi, til eigenda sinna vegna síðasta rekstrarárs voru um það bil tvöfalt hærri en félagið greiddi í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið 2013/2014. Í heild greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 1,3 milljarða króna í veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Aftur á móti greiddi félagið eigendum sínum rétt liðlega 17,2 milljónir evra, eða um 2,7 milljarða króna, í arð vegna síðasta rekstrarárs. Þá er miðað við gengi evrunnar eins og það var á lokadegi ársins. Arðgreiðslur Samherja Ísland og Síldarvinnslunnar til eigenda sinna eru jafnvel enn hærri í hlutfalli við veiðigjöld, en fyrrnefnda félagið er í 90 prósenta eigu Samherja hf. og síðarnefnda í 45 prósenta eigu þess sama félags. Samherji Ísland greiddi tæplega 892 milljónir króna í veiðigjöld en eigendur félagsins fengu greidda rúma tvo milljarða króna í arð. Síldarvinnslan greiddi aftur á móti tæplega 720 milljónir króna í veiðigjöld og rúma tvo milljarða í arð. Málið horfir öðruvísi við þegar horft er til félaganna Þorbjörns í Grindavík og FISK Seafood á Sauðárkróki. Þorbjörn greiddi engan arð en greiddi 365 milljónir króna í heildarveiðigjöld. FISK Seafood greiddi 333 milljónir króna í heildarveiðigjöld en 266 milljónir rúmar í arð. Samkvæmt lögum um veiðigjöld frá árinu 2012 er veiðigjald lagt á útgerðir með tvennum hætti. Annars vegar er almennt veiðigjald og hins vegar sérstakt veiðigjald. Almenna gjaldinu er ætlað að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu. Sérstaka veiðigjaldinu er ætlað að tryggja þjóðinni hlutdeild í þeim umframarði sem nýting takmarkaðrar auðlindar getur skapað. Sjávarútvegsfyrirtækin eru einu fyrirtæki á landinu sem greiða sérstakt gjald fyrir afnot af náttúruauðlindum. Að auki greiða fyrirtækin tekjuskatt eins og önnur fyrirtæki. Í skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveginn sem kom út í gær segir að þegar opinber gjöld sjávarútvegsfélaga eru skoðuð í heild sést að þau námu í fyrra 28 milljörðum króna. Veiðigjaldið vó þar þyngst, nam um 9,7 milljörðum króna og skiptist þannig að 4,9 milljarðar voru almennt veiðigjald og 4,8 milljarðar sérstakt veiðigjald. Veiðigjöldin urðu í fyrsta sinn hærri en tekjuskatturinn á árinu 2010 og hafa verið það alla tíð síðan.Frá Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyjar greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin en er ellefta kvótahæsta fyrirtækiðVísir/Óskar FriðrikssonÍsfélagið greiddi fjórðu hæstu veiðigjöldinRöð kvótahæstu útgerðanna er sannarlega ekki hin sama og röð þeirra fyrirtækja sem greiða hæstu veiðigjöldin. Það félag sem greiðir fjórðu hæstu veiðigjöldin, á eftir HB Granda, Samherja og Síldarvinnslunni, er Ísfélag Vestmannaeyja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á dögunum nam hagnaður Ísfélagsins í fyrra 3,3 milljörðum króna eftir skatt. Félagið gerir upp í Bandaríkjadölum og nam hagnaðurinn í þeirri mynt 26,44 milljónum. Fyrirtækið greiddi samtals 709 milljónir króna í veiðigjöld og sérstök veiðigjöld. Í ársreikningi fyrir árið 2013 eru ekki gefnar upp upplýsingar um arðgreiðslur í ár fyrir síðasta rekstrarár. Arðgreiðslur í fyrra fyrir árið 2012 voru 1,15 milljarðar. Ísfélagið er hins vegar ellefta fyrirtækið í röðinni yfir kvótahæstu fyrirtækin. Auk Ísfélagsins greiða Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Skinney-Þinganes og Eskja hærri veiðigjöld en Þorbjörn og FISK-Seafood. Þá greiðir Brim einnig hærri veiðigjöld en FISK.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira