Eiginkona fórnarlambs segir dóm of vægan SB skrifar 19. júlí 2010 11:06 Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. Eiginkona mannsins sem lést á Grindavíkurvegi í árekstri við drukkinn ökumann sem keyrði á vitlausum vegarhelmingi gagnrýnir dóminn og segir hann allt of vægan. Ökumaðurinn, sem var ofurölvi, fékk sex mánaða dóm á föstudaginn þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. „Mér finnst þetta bara skandall. Það er allt of vægt tekið á þessum málum. Fólk er að fá þyngri refsingar fyrir að stela úr búð og það er ekki réttlátt," segir eiginkona mannsins sem lést. Í dómnum kemur fram að drukkni ökumaðurinn mældist með rúm 3 prómíll af alkahóli í blóðinu. „Að keyra undir slíkum áhrifum er eins og að labba inn á kaffihús og hleypa skoti úr byssu með lokuð augun. Það er bara mín skoðun. Þetta er mannsmorð." Dómurinn mat það til refsilækkunar að ökumaðurinn hefði farið í meðferð og gengi nú sporin. Fjórir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og eru líkur á að þá tvo mánuði sem eftir standa geti hann afplánað í formi samfélagsþjónustu. Þá væri fangelsisrefsingin fyrir manndráp af gáleysi engin. „Hann mun aldrei sitja af sér þessa tvo mánuði. Og ég hef enga leið til að knýja málið áfram. Mín réttindi eru engin af því þetta er opinbert mál en ekki einkamál," segir eiginkonan sem kvaðst ekki tilbúin að koma fram undir nafni, það væri mikilvægt að hlífa börnum þeirra sem komi að málinu, hún vildi einungis að fólk hugsaði um hvort dómar af þessu tagi væru réttlátir. Vísir ræddi við Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúa ákæruvaldsins í málinu. Hann sagði það aðeins á færi Ríkissaksóknara að áfrýja dómum á Héraðsdómsstigi. Þar sem málið hefði verið flutt af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hefði dómurinn verið sendur Ríkissaksóknara sem hefði tæpan mánuð til að ákveða hvort áfrýjað yrði eður ei. Hinn dæmdi sagðist við uppkvaðningu dómsins una honum. Hann hlaut mikla líkamlega áverka við slysið og var lengi frá vinnu. Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Eiginkona mannsins sem lést á Grindavíkurvegi í árekstri við drukkinn ökumann sem keyrði á vitlausum vegarhelmingi gagnrýnir dóminn og segir hann allt of vægan. Ökumaðurinn, sem var ofurölvi, fékk sex mánaða dóm á föstudaginn þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. „Mér finnst þetta bara skandall. Það er allt of vægt tekið á þessum málum. Fólk er að fá þyngri refsingar fyrir að stela úr búð og það er ekki réttlátt," segir eiginkona mannsins sem lést. Í dómnum kemur fram að drukkni ökumaðurinn mældist með rúm 3 prómíll af alkahóli í blóðinu. „Að keyra undir slíkum áhrifum er eins og að labba inn á kaffihús og hleypa skoti úr byssu með lokuð augun. Það er bara mín skoðun. Þetta er mannsmorð." Dómurinn mat það til refsilækkunar að ökumaðurinn hefði farið í meðferð og gengi nú sporin. Fjórir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og eru líkur á að þá tvo mánuði sem eftir standa geti hann afplánað í formi samfélagsþjónustu. Þá væri fangelsisrefsingin fyrir manndráp af gáleysi engin. „Hann mun aldrei sitja af sér þessa tvo mánuði. Og ég hef enga leið til að knýja málið áfram. Mín réttindi eru engin af því þetta er opinbert mál en ekki einkamál," segir eiginkonan sem kvaðst ekki tilbúin að koma fram undir nafni, það væri mikilvægt að hlífa börnum þeirra sem komi að málinu, hún vildi einungis að fólk hugsaði um hvort dómar af þessu tagi væru réttlátir. Vísir ræddi við Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúa ákæruvaldsins í málinu. Hann sagði það aðeins á færi Ríkissaksóknara að áfrýja dómum á Héraðsdómsstigi. Þar sem málið hefði verið flutt af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hefði dómurinn verið sendur Ríkissaksóknara sem hefði tæpan mánuð til að ákveða hvort áfrýjað yrði eður ei. Hinn dæmdi sagðist við uppkvaðningu dómsins una honum. Hann hlaut mikla líkamlega áverka við slysið og var lengi frá vinnu.
Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira