Eiginkona fórnarlambs segir dóm of vægan SB skrifar 19. júlí 2010 11:06 Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. Eiginkona mannsins sem lést á Grindavíkurvegi í árekstri við drukkinn ökumann sem keyrði á vitlausum vegarhelmingi gagnrýnir dóminn og segir hann allt of vægan. Ökumaðurinn, sem var ofurölvi, fékk sex mánaða dóm á föstudaginn þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. „Mér finnst þetta bara skandall. Það er allt of vægt tekið á þessum málum. Fólk er að fá þyngri refsingar fyrir að stela úr búð og það er ekki réttlátt," segir eiginkona mannsins sem lést. Í dómnum kemur fram að drukkni ökumaðurinn mældist með rúm 3 prómíll af alkahóli í blóðinu. „Að keyra undir slíkum áhrifum er eins og að labba inn á kaffihús og hleypa skoti úr byssu með lokuð augun. Það er bara mín skoðun. Þetta er mannsmorð." Dómurinn mat það til refsilækkunar að ökumaðurinn hefði farið í meðferð og gengi nú sporin. Fjórir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og eru líkur á að þá tvo mánuði sem eftir standa geti hann afplánað í formi samfélagsþjónustu. Þá væri fangelsisrefsingin fyrir manndráp af gáleysi engin. „Hann mun aldrei sitja af sér þessa tvo mánuði. Og ég hef enga leið til að knýja málið áfram. Mín réttindi eru engin af því þetta er opinbert mál en ekki einkamál," segir eiginkonan sem kvaðst ekki tilbúin að koma fram undir nafni, það væri mikilvægt að hlífa börnum þeirra sem komi að málinu, hún vildi einungis að fólk hugsaði um hvort dómar af þessu tagi væru réttlátir. Vísir ræddi við Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúa ákæruvaldsins í málinu. Hann sagði það aðeins á færi Ríkissaksóknara að áfrýja dómum á Héraðsdómsstigi. Þar sem málið hefði verið flutt af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hefði dómurinn verið sendur Ríkissaksóknara sem hefði tæpan mánuð til að ákveða hvort áfrýjað yrði eður ei. Hinn dæmdi sagðist við uppkvaðningu dómsins una honum. Hann hlaut mikla líkamlega áverka við slysið og var lengi frá vinnu. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Eiginkona mannsins sem lést á Grindavíkurvegi í árekstri við drukkinn ökumann sem keyrði á vitlausum vegarhelmingi gagnrýnir dóminn og segir hann allt of vægan. Ökumaðurinn, sem var ofurölvi, fékk sex mánaða dóm á föstudaginn þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. „Mér finnst þetta bara skandall. Það er allt of vægt tekið á þessum málum. Fólk er að fá þyngri refsingar fyrir að stela úr búð og það er ekki réttlátt," segir eiginkona mannsins sem lést. Í dómnum kemur fram að drukkni ökumaðurinn mældist með rúm 3 prómíll af alkahóli í blóðinu. „Að keyra undir slíkum áhrifum er eins og að labba inn á kaffihús og hleypa skoti úr byssu með lokuð augun. Það er bara mín skoðun. Þetta er mannsmorð." Dómurinn mat það til refsilækkunar að ökumaðurinn hefði farið í meðferð og gengi nú sporin. Fjórir mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir og eru líkur á að þá tvo mánuði sem eftir standa geti hann afplánað í formi samfélagsþjónustu. Þá væri fangelsisrefsingin fyrir manndráp af gáleysi engin. „Hann mun aldrei sitja af sér þessa tvo mánuði. Og ég hef enga leið til að knýja málið áfram. Mín réttindi eru engin af því þetta er opinbert mál en ekki einkamál," segir eiginkonan sem kvaðst ekki tilbúin að koma fram undir nafni, það væri mikilvægt að hlífa börnum þeirra sem komi að málinu, hún vildi einungis að fólk hugsaði um hvort dómar af þessu tagi væru réttlátir. Vísir ræddi við Júlíus Kristinn Magnússon, fulltrúa ákæruvaldsins í málinu. Hann sagði það aðeins á færi Ríkissaksóknara að áfrýja dómum á Héraðsdómsstigi. Þar sem málið hefði verið flutt af Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hefði dómurinn verið sendur Ríkissaksóknara sem hefði tæpan mánuð til að ákveða hvort áfrýjað yrði eður ei. Hinn dæmdi sagðist við uppkvaðningu dómsins una honum. Hann hlaut mikla líkamlega áverka við slysið og var lengi frá vinnu.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira