Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóðanna halda áfram að aukast

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.055 milljarða kr. í lok október sl. og hækkaði eign þeirra um 38,4 milljarða kr. frá lokum september eða um 1,9%.

Innlend verðbréfaeign hækkaði um 24 milljarða kr. eða 1,6% og stóð í lok október í 1.498 milljörðrum kr. Erlend verðbréfaeign hækkaði um rúma 17,6 milljarða kr. eða 4% og nam um 456 milljörðum kr. í lok október.

Sjóður og bankainnstæður lækkuðu um 4 milljarða kr í október en aðrar eignir hækkuðu um 800 milljónir kr., að því er segir í hagtölum Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×