Viðskipti innlent

Eimskip tekur við sjöunda Lagarfoss-skipinu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Eimskip tók í gær við nýju skipi, Lagarfossi, í Kína. Samningur var gerður um smíði tveggja skipa í júní 2011. Í ljósi þess að verkinu seinkaði var samið um tæplega 11 milljóna dala afslátt frá upphaflegu samningsverði skipanna.

Viðræður eru í gangi um afhendingartíma seinna skipsins sem mun skýrast á þriðja ársfjórðungi.

Við skipinu tók skipstjóri þess, Guðmundur Haraldsson, ásamt 11 manna íslenskri áhöfn.

„Mjög ánægjulegt er að sjá til lands í þessu stóra verkefni. Smíði á sérhæfðu gámaskipi mun styrkja þjónustu við viðskiptavini félagsins á Norður-Atlantshafi,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×