Viðskipti erlent

Ein af hverjum fimm tölvum sýkt

MacBook Air 2011 var kynnt í júlí á síðasta ári.
MacBook Air 2011 var kynnt í júlí á síðasta ári. mynd/AFP
Samkvæmt niðurstöðum úr nýrri rannsókn inniheldur ein af hverjum fimm Mac-tölvum einhverja tegund óværu. Það er töluvert hærra hlutfall en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós.

Þetta kemur fram fréttabréfinu Vírnum, sem er á vegum áhættuþjónustu Deloitte. Vitnað er í rannsókn sem var gerð á vegum vefsíðunnar Sophos.

Þar segir að undanfarnar vikur hafi mikið verið talað um óværu í Macintosh-tölvum, þá sérstaklega eftir að óværan Flashback náði að smita allt að 600 þúsund mac-tölvur. Nú er talið að ein af hverjum fimm tölvum frá fyrirtækinu geti verið smitaðar af óværu.

„Óvæntu fréttirnar eru hugsanlega að þar geta meðal annars verið PC óværur. Það skal vera skýrt að Mac tölvurnar eru vitanlega ekki sýktar af PC óværu, heldur er Mac tölvan eins konar geymslustaður fyrir óværuna, sem reynir alltaf að sýkja út frá sér þegar tækifæri gefst. Af þeim Mac tölvum sem rannsakaðar voru er talið að einungis 2,6% hafi innihaldið óværu sem gæti haft raunveruleg áhrif á Mac vélina sjálfa," segir í fréttabréfinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×