Innlent

Ein hjúskaparlög fyrir alla

Alþingi samþykkti í dag lög um ein hjúskaparlög. Um er að ræða breytingar á eldri lögum sem lögleiða hjúskap samkynhneigðra. Sömu lög munu því gilda fyrir gagnkynhneigða jafnt sem samkynhneigða, sem þá geta látið gefa sig saman í hjónaband hjá söfnuðum og sýslumönnum. Frumvarp dóms- og mannréttindaráðherra var samþykkt samhljóða með 49 atkvæðum.

Fjölmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðu sínu og sögðu flestir að um stórt skref væri að ræða. „Ég segi já með sól í hjarta. Mér finnst Ísland og heimurinn vera betri en í gær," sagði Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×