Einar Boom fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2013 15:08 Einar Ingi Marteinsson fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira