Einar Boom vill fá afsökunarbeiðni 31. janúar 2013 17:25 Einar Boom Marteinsson þegar hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári. „Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu. Mest lesið Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent Hvað var Trú og líf? Innlent Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Fleiri fréttir Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Sjá meira
„Mér finnst að þeir sem komu að málinu, lögregla og ákæruvald, ættu að biðja mig opinberlega afsökunar," segir Einar Ingi Marteinsson, eða Einar Boom eins og hann er að öllu jafnaði kallaður. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í dag en hann var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness á síðasta ári fyrir að skipuleggja hrottafengna árás á unga konu jólin 2011. Þá var Einar foringi vélhjólasamtakanna Hells Angels sem ríkislögreglustjóri hefur skilgreint opinberlega sem glæpasamtök. Andrea Unnarsdóttir var dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir brotið en Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm hennar um heilt ár. Hún skipulagði árásina. Um var að ræða persónulegt uppgjör milli hennar og fórnarlambsins. Lögreglan taldi í fyrstu að árásin væri runnin undan rifjum Hells Angelsi en það var þó ekki sannað og var litið svo á að um persónulega deilu hafi verið að ræða á milli Andreu og fórnarlambsins, sem varð til þess að hún fékk þá Jón Ólafsson, sem er kærasti Andreu, Elías Valdimar Jónsson og Óttar Gunnarsson, til þess að aðstoða sig við árásina. Refsing Óttars var þyngd um eitt og hálft ár, eða í fjögur ár, sem er mesta þyngingin. Kærasti Andreu, Jón, fékk fjögurra og hálfs árs fangelsi, en hann fékk fjögurra ára fangelsi í héraði. Dómur yfir Elíasi Jónssyni var einnig þyngdur úr fjögurra ára fangelsi í fjögur og hálft ár. Þau voru hinsvegar öll sýknuð af kynferðisbroti gegn konunni. Einn hæstaréttardómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, skilaði inn sérákvæði vegna þessa, og vildi sakfella fyrir kynferðisbrotið. Einar er að vonum sáttur við niðurstöðuna en hann og einn annar karlmaður, einnig tengdur við Hells Angels, voru sýknaðir. „Ég er að fara yfir stöðuna með lögfræðingi mínum, við erum að skoða málshöfðun gegn ríkinu," segir Einar sem sætti gæsluvarðhaldi vegna málsins í sex mánuði. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu.
Mest lesið Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Innlent „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent Hvað var Trú og líf? Innlent Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Fleiri fréttir Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Sjá meira