Einkaaðilar komi að fjármögnun sæstrengs Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2015 07:00 Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, vill sjá fleiri framkvæmdir fjármagnaðar með þátttöku einkaaðila. Fréttablaðið/GVA Á Íslandi eru nokkur stór verkefni sem vel myndu falla að kostum einkafjármögnunar, að mati Gísla Haukssonar, framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækisins GAMMA. Hann segir líklegt að erlendir aðilar, til dæmis erlendir sjóðir sem eru sérhæfðir í fjárfestingum í innviðum, hafi áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Bæði með eigið fé og lánsfé. Gísli segir að eitt slíkt hentugt verkefni væri sæstrengur, sem rætt er um að leggja til Bretlands. „Og það er mjög líklegt að það yrðu stórir alþjóðlegir innviðafjárfestar, og hugsanlega íslenskir líka, sem kæmu að því að leggja þann streng, hanna, byggja og mögulega reka, segir Gísli. Hann nefnir fleiri verkefni, svo sem stækkun á Leifsstöð og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem til stendur að ráðast í. Einnig Sundabraut. „Það er verkefni sem hefur verið metið í gegnum tíðina þjóðhagslega arðbært og skorar gríðarlega hátt á öllum kostnaðar- og ábatagreiningum sem gerðar eru á forgangsröðun samgöngumannvirkja en hefur ekki verið talin ástæða að ráðast í,“ segir Gísli. Þá megi jafnframt nefna stækkun Hvalfjarðarganga. Gísli hélt ræðu um einkafjármögnun innviða á ráðstefnu hjá Sjávarklasanum á dögunum. „Í þessari ræðu tala ég ekki eingöngu frá samgöngusviðinu, heldur almennt um innviði yfirhöfuð. Það er verið að tala um veitufyrirtæki og félagslega innviði. Við erum aftar á merinni heldur en fjölmörg önnur ríki sem við berum okkur að jafnaði saman við þegar kemur að slíkum verkefnum. Ég held að við ættum að læra af reynslu annarra þjóða sem víðast hvar hefur verið góð,“ segir Gísli. En með félagslegum innviðum á hann við skóla og aðrar menntastofnanir, mannvirki og þjónustu tengda heilbrigðisgeiranum, mannvirki og þjónustu tengda dómstólum, fangelsi og íþróttaleikvanga. Gísli bendir á að þörfin fyrir fjárfestingu í innviðum á Íslandi sé gríðarleg, enda hafi úthlutun framkvæmdafjár til samgöngumála dregist saman um 70% frá hruni. GAMMA metur að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í hefðbundnum og félagslegum innviðum sé um 250 milljarðar króna, og að fjárfestingarþörf i innviðum næstu 7-10 árin verði að minnsta kosti 500 milljarðar. Gísli veltir fyrir sér hvort uppbygging verkefna á borð við hátæknisjúkrahús og Sundabraut hefði ekki gengið hraðar fyrir sig ef einkaaðilar hefðu komið að þeim. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á Íslandi eru nokkur stór verkefni sem vel myndu falla að kostum einkafjármögnunar, að mati Gísla Haukssonar, framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækisins GAMMA. Hann segir líklegt að erlendir aðilar, til dæmis erlendir sjóðir sem eru sérhæfðir í fjárfestingum í innviðum, hafi áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Bæði með eigið fé og lánsfé. Gísli segir að eitt slíkt hentugt verkefni væri sæstrengur, sem rætt er um að leggja til Bretlands. „Og það er mjög líklegt að það yrðu stórir alþjóðlegir innviðafjárfestar, og hugsanlega íslenskir líka, sem kæmu að því að leggja þann streng, hanna, byggja og mögulega reka, segir Gísli. Hann nefnir fleiri verkefni, svo sem stækkun á Leifsstöð og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem til stendur að ráðast í. Einnig Sundabraut. „Það er verkefni sem hefur verið metið í gegnum tíðina þjóðhagslega arðbært og skorar gríðarlega hátt á öllum kostnaðar- og ábatagreiningum sem gerðar eru á forgangsröðun samgöngumannvirkja en hefur ekki verið talin ástæða að ráðast í,“ segir Gísli. Þá megi jafnframt nefna stækkun Hvalfjarðarganga. Gísli hélt ræðu um einkafjármögnun innviða á ráðstefnu hjá Sjávarklasanum á dögunum. „Í þessari ræðu tala ég ekki eingöngu frá samgöngusviðinu, heldur almennt um innviði yfirhöfuð. Það er verið að tala um veitufyrirtæki og félagslega innviði. Við erum aftar á merinni heldur en fjölmörg önnur ríki sem við berum okkur að jafnaði saman við þegar kemur að slíkum verkefnum. Ég held að við ættum að læra af reynslu annarra þjóða sem víðast hvar hefur verið góð,“ segir Gísli. En með félagslegum innviðum á hann við skóla og aðrar menntastofnanir, mannvirki og þjónustu tengda heilbrigðisgeiranum, mannvirki og þjónustu tengda dómstólum, fangelsi og íþróttaleikvanga. Gísli bendir á að þörfin fyrir fjárfestingu í innviðum á Íslandi sé gríðarleg, enda hafi úthlutun framkvæmdafjár til samgöngumála dregist saman um 70% frá hruni. GAMMA metur að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í hefðbundnum og félagslegum innviðum sé um 250 milljarðar króna, og að fjárfestingarþörf i innviðum næstu 7-10 árin verði að minnsta kosti 500 milljarðar. Gísli veltir fyrir sér hvort uppbygging verkefna á borð við hátæknisjúkrahús og Sundabraut hefði ekki gengið hraðar fyrir sig ef einkaaðilar hefðu komið að þeim.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira