Einkabankar búa til lögeyri landsins 15. september 2010 06:00 Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“ Peningakerfi Íslands í dagLandslög segja að íslenska krónan skuli vera lögeyrir og í henni skuli innheimta skatta. Allir sem vilja lifa og starfa á Íslandi verða því að eiga og versla með íslenskar krónur. Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð á því að stuðla að stöðugu verðlagi ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðilinn. Seðlabankinn afhenti hins vegar einkabönkum valdið til að skapa mikinn meirihluta nýrra krónupeninga og hugðist fjarstýra verðstöðugleikanum. Við lifum og störfum í rústum þessa peningakerfis. Eitt meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að kaupmáttur krónunnar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal gert með því að auka magn nýrra peninga meira en magn vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu tali heitir þessi kaupmáttarskerðing verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir peningar skapaðir og settir í umferð til að valda stöðugri kaupmáttarskerðingu. Fjármálafyrirtæki í einkaeigu hafa svo lögvarin forréttindi til að skapa mikinn meirihluta nýrra peninga og til að fá á stýrivöxtum það litla sem Seðlabankinn býr til sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé einkabankanna sem gerir það ódýrara en veldur verðbólgu í kjölfarið. Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna efnamestu sem mesta lánsvild hafa. Meðan verðbólgan fer verst með fátæka þegar verð á nauðþurftum hækkar. Peningakerfi Íslands niðurgreiðir því lánsfé til hinna ríku með verðbólguskatti á almenning. Ójöfnuður er innbyggður í peningakerfið. Allar krónur á Íslandi fara því í umferð sem skuld við einkaaðila sem ómögulegt er að endurgreiða þar sem aldrei eru í umferð nægar krónur til að borga bæði höfuðstólinn, þ.e. upprunalega lánið, og vextina sem á hann falla. Aukin gjaldþrot, og kostnaðurinn sem af þeim hlýst, er því byggður inn í peningakerfið. Seðlabankinn reynir svo að fjarstýra peningaútgáfu einkabankanna og stuðla þannig að stöðugleika. Tölur frá Seðlabankanum sjálfum sýna hve algerlega honum hefur mistekist að tryggja þannig stöðugleika á verðlagi og í hagkerfinu í heild. Leiðréttingin er einföldÞessar kerfisvillur þarf að leiðrétta og það er einfalt. Fyrst þarf að taka af einkaaðilum valdið til að búa til lögeyri landsins. Svo þarf að finna aðra leið til að koma nýjum peningum í umferð og gera það án vaxta. Í stað þess að Seðlabankinn reikni fyrst hvað mikið þarf að skapa af nýjum peningum og reyna svo að fjarstýra hve mikið einkabankar skapa, þá getur Seðlabankinn sjálfur gefið út alla nýja peninga. Í stað þess að nýir peningar fara í umferð á vöxtum og í gegnum fjármálafyrirtæki sem taka þóknun fyrir að úthluta þeim til útvalinna, þá geta nýir peningar farið í umferð sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra velferðarkerfi og til að borga upp skuldir ríkissjóðs. Þessar kerfisvillur eru þær sömu og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands er enn innbyggður ójöfnuður, óhagkvæmni og óstöðugleiki. Umræðu og úrbóta er þörf.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar