Einkennilegt að segjast andvíg breytingum eftir að hafa samþykkt þær sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 20:33 "Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem segist nú hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni." vísir/vilhelm Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016 Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, furðar sig á orðum Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, sem jafnframt á sæti í nefndinni, þess efnis að lagabreyting sem samþykkt var nýverið á Alþingi hafi verið sniðin að sakborningum í hrunsmálunum. Einkennilegt sé að þingmaðurinn sé nú andvígur þessari breytingu eftir að hafa greitt atkvæði með henni. „Látið var að því liggja, ekkert alltof fínlega, að þetta hefði pólitísk ráðstöfun í einhverju sérstöku greiðaskyni við hvítflibbaglæpamenn. Þau sjónarmið hafa verið endurómuð af ýmsum stjórnarandstæðingum á samfélagsmiðlum í dag,” segir Unnur Brá á Facebook-síðu sinni.Samsæriskenningar þingmannsins Tilefni skrifanna er frétt Stundarinnar í dag þar sem fram kemur að sakborningar í Al-Thani málinu svokallaða losni allir úr fangelsinu á Kvíabryggju í dag, en þeir hafa afplánað eitt ár af fjögurra til fimm ára dómi. Ástæða þess að þeir, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson, losna úr fangelsi eftir þetta skamman tíma er lagabreyting sem komin er frá allsherjarnefnd og samþykkt var í síðasta mánuði.Bjarkey segist í samtali við Stundina hafa verið andvíg þessari lagabreytingu, sem Unnur Brá segir ekki rétt. „Það er því sérstaklega einkennilegt að lesa í frétt Stundarinnar samsæriskenningar Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns vinstrigrænna í allsherjarnefnd, sem nú segist hafa verið andvíg breytingunni. Hún greiddi atkvæði með henni,” segir Unnur.Gildir um alla fanga Unnur segist vonast til þess að þessi málflutningur sé byggður á misskilningi. „Hið rétta í málinu er að gerðar voru lagabreytingar um fullnustu refsinga, sem byggja á endurbótum í refsipólitík, sem unnið hefur verið að um langt skeið af stjórnvöldum, fagaðilum og öðrum sem láta sig réttarkerfið, betrunarvist og velferð sakamanna einhverju varða,” segir hún. Breytingarnar hafi upphaflega verið gerðar árið 2011 og hafi aldrei verið pólitískt bitbein. „Það var mat innanríkisráðuneytisins og fangelsismálastofnunar að þetta úrræði hafi gengið svo vel að ástæða væri til þess að rýmka það, enda mjög vel til þess fallið að aðlaga menn að samfélaginu að nýju. Þetta úrræði miðast ekki við ákveðinn fangahóp, einstaklinga eða eitthvað slíkt, það gildir um alla fanga.” Þá segir hún engan ágreining hafa verið um stefnuna eftir að lagabreytingin kom til kasta allsherjarnefndar. „Öðru nær, því í nefndinni var það sjónarmið ofan á að þessar breytingar mættu ganga lengra,” segir Unnur. Færslu Unnar má lesa í heild hér fyrir neðan. Fram kom í frétt Stundarinnar í dag að nafngreindir fangar á Kvíabryggju hefðu verið leystir úr haldi eftir...Posted by Unnur Brá Konráðsdóttir on 7. apríl 2016
Tengdar fréttir Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ólafur, Sigurður og Magnús greiða 60 þúsund króna leigu á Vernd Kaupþingsmennirnir eru lausir úr haldi og ljúka afplánun á Vernd. 7. apríl 2016 13:07