Innlent

Einn dómara hugsanlega vanhæfur vegna ummæla um Ísland

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Per Sanderud, forseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnun hans svaraði ekki efnislega skýrum lagarökum Íslands í rökstuddu áliti sínu um Icesave.
Per Sanderud, forseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Stofnun hans svaraði ekki efnislega skýrum lagarökum Íslands í rökstuddu áliti sínu um Icesave.
Nýr dómari við EFTA-dómstólinn er hugsanlega vanhæfur til þess að fjalla um Icesave-málið komi það til kasta dómstólsins vegna ummæla hans um málið í fjölmiðlum.

Málsvörn Íslands gagnvart ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem telur að íslenska ríkið hafi brotið tilskipun innstæðutryggingar og mismunað sparifjáreigendum eftir þjóðerni með því að greiða ekki Icesave-kröfurnar, er nú í fullum undirbúningi.

ESA hefur sem kunnugt er ekki fallist á röksemdir Íslands í Icesave-málinu en stofnunin svaraði ítarlegri greinargerð Íslands sem unnin var á vettvangi efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hinn 10. júní síðastliðinn en stjórnendur ESA eru enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkinu beri að greiða lágmarkstrygginguna á Icesave-reikningunum, alls 20.887 evrur fyrir hvern innistæðueiganda.

Skuta framhjá skýrum lagarökum Íslands

Í rökstuddu áliti ESA virðist skautað framjá lögfræðilegum rökum Íslands í málinu, eins og að tilskipun 94/19 hafi verið réttilega innleidd í lög hér á landi auk þess sem það sé niðurstaða flestra fræðimanna sem skrifað hafa um málið að tilskipunin feli ekki í sér ríkisábyrgð, en svo virðist sem að í rökstuddu áliti stofnunarinnar sé ekki gerð tilraun til að svara skýrum lagarökum hvað þetta varðar nema að huta til.

Sambærilegur rökstuðningur og birtist í greinargerð Íslands kemur t.d fram í 5. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en þar eru ítarlega raktar niðurstöður norrænna fræðimanna, eins og t.d Inge Kaasen, sem skrifaði doktorsritgerð í lögfræði við Oslóarháskóla, þar sem sérstaklega er fjallað um starfsemi norska innstæðutryggingarsjóðsins, sem byggir á sömu tilskipunin, en í ritgerðinni er ekki einu orði minnst á ríkisábyrgð. „Í ritinu er hvergi fjallað um að fyrir hendi sé ríkisábyrgð á lágmarksskuldbindingum tryggingarsjóðsins eða skylda ríkisins til að gera sjóðnum kleift að standa undir slíkum greiðslum," segir í skýrslunni um rit Kaasen. Þá kemur fram í ályktunarorðum 5. bindis skýrslunnar að tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í lög hér á landi. Í samræmi við framangreint er það mat rannsóknarnefndarinnar að ekki

verði staðhæft að íslensk stjórnvöld eða Alþingi hafi sýnt af sér vanrækslu eða

mistök við innleiðingu á tilskipun 94/19/EB sem slíkri,“ segir þar orðrétt.



Tjáði sig allavega tvisvar um málið í fjölmiðlum


Málið gegn Íslandi verður rekið sem samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum, en hugsanlega er einn dómaranna þar vanhæfur til að dæma í því. Norðmaðurinn Per Christiansen tók sæti í EFTA-dómstólnum fyrr á þessu ári en hann var áður lagaprófessor við Háskólann í Tromsø. Í Morgunblaðinu í dag segir að sem slíkur hafi hann tjáð sig opinberlega um Icesave-málið í að minnsta kosti tveimur tilvikum. Í blaðagrein í norska dagblaðinu Aftenposten hinn 12. janúar 2010, í aðdraganda fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-málið, hafi Christiansen meðal annars sagt það fjárhagslega tap sem orðið hefði vegna Icesave væri fyrst og fremst afleiðing íslenskra ákvarðana. Þá var haft eftir honum á íslenska vefmiðlinum Pressunni hinn 13. febrúar 2010 að Íslendingum bæri lagaleg skylda til þess að greiða innistæðutryggingar vegna Icesave-reikninganna.

Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við fréttastofuna að undirbúningur málsvarnar Íslands í málinu sé í ákveðnum farvegi. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um að bera fyrir sig málsástæðum, eins og að krefjast vanhæfis einstakra dómara. Slíkar ákvarðanir verði væntanlega teknar þegar nær dregur málfutningi málinu.

Þrátt fyrir að efnahags- og viðskiptaráðuneytið hafi haft forræði á málsvörn gagnvart ESA vegna samningsbrotamálsins verður málflutningur í málinu fyrir EFTA-dómstólnum, þegar þar að kemur, á forræði utanríkisráðuneytisins, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst munu íslenskir sérfræðingar, þeir hinir sömu og unnu að greinargerð Íslands til ESA, koma að undirbúningnum í einhverjum mæli.

Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, segir að ráðuneytið hafi enn sem komið er ekki átt neinar viðræður við erlenda sérfræðinga um ráðgjöf í málinu. „Utanríkisráðuneytið hefur ekki talað við neinn um að vinna fyrir okkur, enda of snemmt í ferlinu til þess," segir Kristján Guy. thorbjorn@stod2.is


Tengdar fréttir

Forseti ESA: Nú verðið þið að borga

"Við höfum verið mjög þolinmóð og gefið lengri frest en aðrir fá. En nú verðið þið að borga,“ segir Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. ESA sendi stjórnvöldum áminningarbréf í maí í fyrra þar sem lýst var þeirri skoðun að Íslendingar hefðu ekki farið eftir tilskipun samnings Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um innstæðutryggingar. Stjórnvöld svöruðu bréfinu í maí síðastliðnum og mótmæltu.

Mikilvægast að Íslendingar borgi

Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, segir ekki skipta máli hvaðan þeir peningar komi sem Íslendingar noti til að greiða Icesave skuldina. Mikilvægast sé að lágmarksinnistæðutryggingin verði greidd. Viðskiptaráðherra óttast ekki dómsmál fyrir EFTA dómstólnum og segir málstað Íslendinga sterkan.

Fréttaskýring: Íslendingum ber að borga

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út rökstutt álit um að Íslendingum beri að borga lágmarkstryggingar til eigenda innstæðureikninga Icesave. Málið fer fyrir dómstóla verði ekki greitt innan þriggja mánaða.

Viðskiptaráðherra óttast ekki dómstólaleiðina

Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segist ekki óttast dómstólaleiðina en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið Íslandi þrjá mánuði til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave kröfuhafa, ella fari málið fyrir dóm. Árni Páll segir líklegt að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið þegar dómur í málinu falli. Rök Íslands í málinu séu sterk.

ESA: Ísland verður að borga Icesave

Íslendingar þurfa að borga lágmarksinnistæðutryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og í Hollandi. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem kynnti álit sitt á málinu í dag.

Tveir verktakar í ráðuneyti Jóns

Tveir verktakar eru starfandi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, að því er fram kemur í svari Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Vigdís Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Hún beindi samskonar fyrirspurnum til annarra ráðherra í síðasta mánuði. Svör hafa borist frá Jóni og Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Þrettán verktakar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu

Alls voru 13 starfandi á verktakasamningum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í síðasta mánuði. Flestir þeirra eða sex vegna svars stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna tilskipunar um innstæðutryggingar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um verktakasamninga. Vigdís beindi sömu fyrirspurn til annarra ráðherra en svör þeirra hafa ekki borist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×