Innlent

Einn og sami einstaklingurinn á 214 skotvopn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Getty Images
Alls eru 72.640 skotvopn skráð hér á landi. Einn og sami Íslendingurinn á 214 skotvopn en flestir eiga bara eitt vopna. 469 skotvopnaeigenda eiga tíu vopn eða fleiri. Sá sem á næst flestu vopnin er skráður fyrir 169 byssum.

Þetta kemur fram í Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra.

Þar kemur einnig fram að sá einstaklingur sem á flest sjálfvirk skotvopn er skráður fyrir 13 slíkum. Sá sem næstur kemur í röðinni er með sjö sjálfvirk skotvopn skráð á sig.  

Langflest skotvopn á Íslandi eru haglabyssur, eða 41.652 stykki. Rifflar eru svo næstalgengastir eða 25.223 eintök. Samkvæmt samantektinni eru 3.427 skammbyssur eða fjárbyssur skráðar hér á landi auk 1.223 loftbyssa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×