Hörður var á ferð í Holuhrauni um síðustu helgi og tók þá meðfylgjandi myndir á hinum nýja áfangastað sem jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn stefna nú á.
„Þetta er einstakur baðstaður á heimsvísu,“ segir Hörður. „Heitt jökulvatn úr suðurenda Holuhrauns, bræðsluvatn frá Dyngjujökli rennur norður, undir og í gegnum hraunið og kemur undan því í norðurendanum. Þetta er mikið magn af vatni, um 35 til 40 gráðu heitu.“

En það er ýmislegt að varast. Nýja hraunið er geysi oddhvasst. "Það er nauðsyndlegt að hafa tvenna skó meðferðis því það þarf vaðskó í ánni og þó aðallega í heitapottinum sem er inni í hrauninu," segir Hörður.
Þá getur sjálf vatnið verið varhugavert. "Hitastig hefur verið sveiflukennt, hefur farið í 50 gráður," segir í aðvörunarskilti frá Vatnajökulsþjóðgarði.