Innlent

Einna minnst fátækt á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar virðast hafa það betra en margir aðrir í Evrópu, miðað við tölur frá Hagstofu Evrópusambandsins.
Íslendingar virðast hafa það betra en margir aðrir í Evrópu, miðað við tölur frá Hagstofu Evrópusambandsins. mynd/ pjetur.
Rétt tæplega 10% Íslendinga voru með tekjur við fátækramörk árið 2010 og um 1,8% Íslendinga bjuggu við aðstæður sem kalla mætti fátæktaraðstæður. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun.

Samkvæmt sömu úttekt eru um 16% íbúa í ríkjum innan Evrópusambandsins með tekjur vð fátæktarmörk og um 8% íbúa í ríkjum innan Evrópusambandsins búa við fátæktaraðstæður. Hagstofa Evrópusambandsins skilgreinir fátæktaraðstæður þannig að fólk sé í þeim aðstæðum að geta ekki greitt reikninga, geta ekki hitað húsin sín og geta ekki ferðast.

Samkvæmt þessum tölum var ástandið skárra á Íslandi en víðast hvar annarsstaðar í Evrópu. Ástandið er aftur á móti verst í Búlgaríu, þar sem um 21&% er með tekjur við fátæktarmörk og um 35% lifa við fátæktaraðstæður og í Rúmeníu, þar sem 20.7% voru með tekjur við fátæktarmörk en um 35% lifðu við fátæktaraðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×