Innlent

Eitt þúsund gleraugu hafa safnast

Frá söfnun Prooptik.
Frá söfnun Prooptik. MYND/VALLI
Hátt í eitt þúsund gleraugu hafa borist í söfnun á vegum Prooptik í Kringlunni í dag. Gleraugun öðlast framhaldslíf hjá viðtakendum í Suður-Ameríku en þau munu renna til hjálparsamtakanna Vision for all.

Starfsfólk Prooptik hefur safna gömlum gleraugum um nokkurt skeið og eru landsmenn hvattir til þess að heimsækja verslunina með gömlum gleraugun. Tekið er við þeim alla daga hjá Prooptik og séð til þess að þau berist til samtakanna reglukega.

Sjálfboðaliðar á vegum Vision for all hafa um árabil boðið upp á ókeypis sjónmælingar í fátækari löndum heimsins og útvegað fólki gleraugu.

Maríanna Jónsdóttir, sjónatækjafræðinemi og starfsmaður Prooptik, fór til Suður-Ameríku á vegum Vision for all í febrúar síðastliðnum.

„Ég hreinsaði og merkti fjölda notaðra gleraugna hér heima og hélt með þau til Nicaragua," segir Maríanna. „Þar tók ég þátt í starfi samtkanna, sinnti sjónmælingum og gat komið gömlu gleraugunum í notkun hjá gríðarlega þakklátu fólki. Þetta var mögnuð reynsla og sýndi mér fram á hve mikilvægt starf samtakanna er. Þau gefa fjölda fólks tækifæri á því að öðlast nýtt og betra líf."

Íslendingar hafa verið duglegir að gefa gömlu gleraugum sínum framhaldslíf og Maríanna vonast til að það takist að safna hátt í 2000 gleraugum fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×