Viðskipti innlent

Ekkert 4G í iPhone 5

Kjartan Hreinn Njálsson. skrifar
4G háhraða nettenging í farsíma er loks komin hingað til lands. Nýrri snjallsímar og spjaldtölvur styðja kerfið, engu að síður þurfa iPhone fimm eigendur að bíða eftir leyfi Apple til að nýta sér þjónustuna.

Þrjú þúsund af þeim hundrað þúsund farsímum sem tengdir eru fjarskiptakerfi Nova fengu aðgang að 4G netkerfinu fyrir helgi. Þetta eru tímamót í fjarskiptasögu Íslands enda býður 4G upp á 100 megabæta hraða á klukkustund, samanborið við 3 til 21 megabæt á 3G.

Vart er hægt að finna heppilegri tíma til að innleiða slíkt netkerfi í snjallsímum nú þegar Verslunarmannahelgin gengur í garð. Þúsundir dreifa myndskeiðum úr fríinu og þá þarf öfluga tengingu.

„Við byrjum á því að kynna 4G þjónustuna okkkar í Samsung símum en við bíðum auðvitað spennt eftir því að Apple opni fyrir 4G farsímaþjónustu hér á landi," segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova.

Liv segir marga iPhone 5 eigendur hafa haft samband við Nova á síðustu dögum, í von um að fá aðgang að 4G kerfinu.

„Auðvitað vildum við bjóða öllum þessa þjónustu en ég held að þetta muni gerast mun hraðar núna, breyting úr 3G í 4G. Ég held að við munum sjá mikið úrval 4G farsíma á næstu vikum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×