Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 31. janúar 2015 10:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lítil sem engin úrræði vera í boði fyrir fórnarlömb mansals. Fréttablaðið/Getty Fyrsta aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali var samþykkt árið 2009 en hún var endurskoðuð árið 2013 og gildir til ársins 2016. Nú er til umræðu að endurskoða þá aðgerðaáætlun í því skyni að gera hana raunhæfari með tilliti til þess að fjármunir fylgdu ekki áætluninni eins og gert var ráð fyrir. Innanríkisráðuneytið á að hafa yfirumsjón með framkvæmd aðgerðaáætlunar gegn mansali og bera ábyrgð á því að veita þolendum mansals nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sálgæslu, og veita aðstoð til að tryggja örugga endurkomu til heimalandsins. Lítið hefur komið til framkvæmda hvað varðar þessi atriði aðgerðaáætlunarinnar. Lítil sem engin úrræði virðast standa fórnarlömbum mansals til boða hérlendis eftir að Kristínarhúsi var lokað. Lögregla talar um að erfitt sé að ná til fórnarlamba mansals þegar ekki er hægt að bjóða þeim öruggt skjól. Í Fréttablaðinu í vikunni hefur verið fjallað ítarlega um mansal á Íslandi og þann veruleika sem mansalsfórnarlömb á Íslandi búa við.Alda segir málin flókin og erfið viðureignar. Þau taki oft langan tíma í rannsókn og teygi anga sína víða.Mynd/Tómas KristjánssonVerða að geta boðið öruggt skjól Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að þó að nýja aðgerðaáætlunin líti vel út hafi lítið sem ekkert fjármagn verið sett í það að fylgja henni eftir. „Það eru áætlaðir ákveðnir fjármunir í að halda þessari aðgerðaáætlun gangandi. Það voru núll krónur sem fylgdu aðgerðaáætluninni. Þannig að hún stóð bara á núlli, þó svo að aðgerðirnar kostuðu,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðaáætlunina gegn mansali. Alda segir að eins og staðan sé í dag þá séu úrræði og þjónusta fyrir fórnarlömb mansals af skornum skammti. Bæði geti reynst erfitt og flókið að öðlast traust þessara fórnarlamba og lögregla hafi í raun ekki upp á mörg úrræði að bjóða fyrir þau. „Mansalsmál eru þannig að þú vinnur ekki traust viðkomandi nema að hafa eitthvað að bjóða. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert.“ Hún segir mikilvægt að geta tryggt öruggt skjól þar sem hvíli leynd yfir því hvar fórnarlambið dvelji. Því fylgi aukinn kostnaður. „Þá kemur spurningin hver á að greiða þann kostnað. Í þessu umhverfi þar sem við störfum, þar sem sífelldur niðurskurður er, þá er hver starfsmaður mikilvægur bara til þess að halda úti þeirri neyðaraðstoð sem þarf.“ Alda segir málin flókin og erfið viðureignar. Þau taki oft langan tíma í rannsókn og teygi anga sína víða. „En þetta eru gífurlega mikilvægar rannsóknir. Mansal er stærsta mannréttindabrot í heiminum í dag og er þvílík áskorun að takast á við. Þarna ganga mannslíf kaupum og sölum og það þarf að stoppa.“Sjá einnig:Mansalsfórnarlömb fangelsuð Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.Vísir/GVAEkki nóg að hafa þetta flott á pappírÍ Fréttablaðinu á fimmtudag gagnrýndi Þórunn Þórarinsdóttir, sem starfaði í Kristínarhúsi, úrræðaleysi stjórnvalda. Hún sagði að Stígamót hefðu ítrekað bent stjórnvöldum á að það þyrfti að gera eitthvað í þessum málum. „Við í Stígamótum höfum boðið innanríkisráðherra og velferðarráðherra í heimsókn til okkar út af þessu. Einnig þingmönnum og borgarfulltrúum allra flokkanna til þess að ýta á úrbætur. Það er ekki nóg að hafa þetta flott á pappír, það verður að fylgja því eitthvað eftir. Þetta er á ábyrgð stjórnvalda. Það er hægt að skrifa alls konar fína pappíra en ef ekki fylgir því fjármagn þá gerist ekki neitt. Ef fórnarlömb þurfa athvarf þá er farið með þau í Kvennaathvarfið en það er stjórnvalda að móta ákveðna stefnu um hvernig þetta eigi að vera,“ sagði Þórunn. Þolendur mansals fá litla þjónustu Í nýrri áætlun er sagt byggt á þeirri reynslu sem skapaðist af störfum sérfræðinga og samhæfingarteymis stjórnvalda gegn mansali og þeim sakamálum sem upplýst hafa verið hér á landi á liðnum árum. Þar er stefnt að því að treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir brotamenn á þessu sviði og sporna gegn mansali hér á landi. Veita fórnarlömbum stuðning og leggja áherslu á margþætta nálgun og samstarf fagfólks. Þrátt fyrir að ný aðgerðaáætlun hafi verið í gildi frá árinu 2013 hefur ekki enn verið sett á fót neyðarteymi sem á að starfa innan sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal og er fært um að koma fórnarlömbum til aðstoðar innan 24 tíma. Eina úrræðið sem notast er við í einhverjum mæli er að koma þolendum fyrir í Kvennaathvarfinu. Enn hefur fórnarlömbum mansals ekki verið tryggt öruggt skjól og fjárhagsleg og félagsleg aðstoð, eða heilbrigðisþjónusta og sálgæsla á umþóttunartíma. Enn fremur hefur þolendum mansals ekki enn verið tryggð örugg endurkoma til heimalands ásamt endurhæfingu á heimaslóðum. María fékk litla hjálp Ung kona sem dæmd var í fjögurra ára fangelsi vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings sagði sögu sína í Fréttablaðinu í gær undir dulnefninu María. Við rannsókn málsins kviknaði sterkur grunur um mansal. María var blekkt til þess að flytja fíkniefnin til landsins, notuð sem burðardýr. Mansalinn notaði þá leið að tengjast henni tilfinningaböndum og fá konuna til að treysta sér í blindni. Konan sagði frá því að hún hefði litla sem enga hjálp fengið vegna aðstæðna sinna og það hefðu fyrst og fremst verið hollensk stjórnvöld sem skárust í leikinn til þess að tryggja endurkomu hennar til heimalands síns. Aðkoma íslenskra stjórnvalda var sáralítil. Sálfræðiþjónusta var af skornum skammti og ekki með hliðsjón af því að sterkur grunur var um mansal. María þurfti að takast á við áföll sín að mestu leyti á eigin spýtur. „Það kom sálfræðingur að hitta mig. Hún sagði mér að hengja upp myndir frá heimalandinu og ýmislegt annað. Ég hafði áhyggjur af geðheilsu minni og vildi ræða áföllin sem ég hafði gengið í gegnum og hvað bíður mín þegar ég losna. Sálfræðingurinn sagði, já, ræðum það þegar að því kemur. Ég er mjög gáttuð á þeim viðbrögðum. Maður þarf að vera orðinn mjög veikur til þess að fá sálfræðiaðstoð.“ Vanmetinn fjöldi þolenda Það er staðreynd að mansal þrífst á Íslandi. Þetta sagði Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum, sem rannsakað hefur mansalsmál og staðið fyrir fræðslu um þau undanfarin ár. Hann segir ábendingum um mansal fara fjölgandi í takt við aukna fræðslu almennings á einkennum þess. Birtingarmyndir mansals eru margvíslegar á heimsvísu. Í áætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali á Íslandi er mansal sagt vera til dæmis hagnýting á einstaklingum í kynferðislegum tilgangi, vinnuþrælkun eða refsiverð hagnýting á líkama einstaklings með til dæmis fíkniefnasmygli eða líffærasölu. Verið er að nýta sér viðkomandi einstakling eða hóp einstaklinga í ábataskyni með einum eða öðrum hætti. Það er erfitt að meta umfang mansals á Íslandi öðruvísi en að áætla það út frá reynslu fag- og eftirlitsaðila. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist hafa haft kynni af að minnsta kosti 120-130 brotaþolum mansals síðan 2004. Mjög líklegt er að fjöldinn sé vanmetinn. Í nóvember á síðasta ári varð fréttnæmt að hátt í 13 þúsund manns í Bretlandi starfa í ánauð. Rannsókn gerð að frumkvæði stjórnvalda árið 2013 leiddi þetta í ljós en áður hafði verið talið að rétt tæplega 3.000 væru í ánauð. Í þessum hópi eru konur sem hafa verið neyddar í vændi, fólk sem hefur verið ráðið í vist, starfsmenn í verksmiðjum, landbúnaði og fiskvinnslu. Sérfræðingur í mansali í Bretlandi hefur aðstoðað íslenska lögreglumenn og frætt þá um mansal. Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Fyrsta aðgerðaáætlun stjórnvalda gegn mansali var samþykkt árið 2009 en hún var endurskoðuð árið 2013 og gildir til ársins 2016. Nú er til umræðu að endurskoða þá aðgerðaáætlun í því skyni að gera hana raunhæfari með tilliti til þess að fjármunir fylgdu ekki áætluninni eins og gert var ráð fyrir. Innanríkisráðuneytið á að hafa yfirumsjón með framkvæmd aðgerðaáætlunar gegn mansali og bera ábyrgð á því að veita þolendum mansals nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sálgæslu, og veita aðstoð til að tryggja örugga endurkomu til heimalandsins. Lítið hefur komið til framkvæmda hvað varðar þessi atriði aðgerðaáætlunarinnar. Lítil sem engin úrræði virðast standa fórnarlömbum mansals til boða hérlendis eftir að Kristínarhúsi var lokað. Lögregla talar um að erfitt sé að ná til fórnarlamba mansals þegar ekki er hægt að bjóða þeim öruggt skjól. Í Fréttablaðinu í vikunni hefur verið fjallað ítarlega um mansal á Íslandi og þann veruleika sem mansalsfórnarlömb á Íslandi búa við.Alda segir málin flókin og erfið viðureignar. Þau taki oft langan tíma í rannsókn og teygi anga sína víða.Mynd/Tómas KristjánssonVerða að geta boðið öruggt skjól Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að þó að nýja aðgerðaáætlunin líti vel út hafi lítið sem ekkert fjármagn verið sett í það að fylgja henni eftir. „Það eru áætlaðir ákveðnir fjármunir í að halda þessari aðgerðaáætlun gangandi. Það voru núll krónur sem fylgdu aðgerðaáætluninni. Þannig að hún stóð bara á núlli, þó svo að aðgerðirnar kostuðu,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um aðgerðaáætlunina gegn mansali. Alda segir að eins og staðan sé í dag þá séu úrræði og þjónusta fyrir fórnarlömb mansals af skornum skammti. Bæði geti reynst erfitt og flókið að öðlast traust þessara fórnarlamba og lögregla hafi í raun ekki upp á mörg úrræði að bjóða fyrir þau. „Mansalsmál eru þannig að þú vinnur ekki traust viðkomandi nema að hafa eitthvað að bjóða. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert.“ Hún segir mikilvægt að geta tryggt öruggt skjól þar sem hvíli leynd yfir því hvar fórnarlambið dvelji. Því fylgi aukinn kostnaður. „Þá kemur spurningin hver á að greiða þann kostnað. Í þessu umhverfi þar sem við störfum, þar sem sífelldur niðurskurður er, þá er hver starfsmaður mikilvægur bara til þess að halda úti þeirri neyðaraðstoð sem þarf.“ Alda segir málin flókin og erfið viðureignar. Þau taki oft langan tíma í rannsókn og teygi anga sína víða. „En þetta eru gífurlega mikilvægar rannsóknir. Mansal er stærsta mannréttindabrot í heiminum í dag og er þvílík áskorun að takast á við. Þarna ganga mannslíf kaupum og sölum og það þarf að stoppa.“Sjá einnig:Mansalsfórnarlömb fangelsuð Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.Vísir/GVAEkki nóg að hafa þetta flott á pappírÍ Fréttablaðinu á fimmtudag gagnrýndi Þórunn Þórarinsdóttir, sem starfaði í Kristínarhúsi, úrræðaleysi stjórnvalda. Hún sagði að Stígamót hefðu ítrekað bent stjórnvöldum á að það þyrfti að gera eitthvað í þessum málum. „Við í Stígamótum höfum boðið innanríkisráðherra og velferðarráðherra í heimsókn til okkar út af þessu. Einnig þingmönnum og borgarfulltrúum allra flokkanna til þess að ýta á úrbætur. Það er ekki nóg að hafa þetta flott á pappír, það verður að fylgja því eitthvað eftir. Þetta er á ábyrgð stjórnvalda. Það er hægt að skrifa alls konar fína pappíra en ef ekki fylgir því fjármagn þá gerist ekki neitt. Ef fórnarlömb þurfa athvarf þá er farið með þau í Kvennaathvarfið en það er stjórnvalda að móta ákveðna stefnu um hvernig þetta eigi að vera,“ sagði Þórunn. Þolendur mansals fá litla þjónustu Í nýrri áætlun er sagt byggt á þeirri reynslu sem skapaðist af störfum sérfræðinga og samhæfingarteymis stjórnvalda gegn mansali og þeim sakamálum sem upplýst hafa verið hér á landi á liðnum árum. Þar er stefnt að því að treysta burði réttarvörslukerfisins til að koma lögum yfir brotamenn á þessu sviði og sporna gegn mansali hér á landi. Veita fórnarlömbum stuðning og leggja áherslu á margþætta nálgun og samstarf fagfólks. Þrátt fyrir að ný aðgerðaáætlun hafi verið í gildi frá árinu 2013 hefur ekki enn verið sett á fót neyðarteymi sem á að starfa innan sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal og er fært um að koma fórnarlömbum til aðstoðar innan 24 tíma. Eina úrræðið sem notast er við í einhverjum mæli er að koma þolendum fyrir í Kvennaathvarfinu. Enn hefur fórnarlömbum mansals ekki verið tryggt öruggt skjól og fjárhagsleg og félagsleg aðstoð, eða heilbrigðisþjónusta og sálgæsla á umþóttunartíma. Enn fremur hefur þolendum mansals ekki enn verið tryggð örugg endurkoma til heimalands ásamt endurhæfingu á heimaslóðum. María fékk litla hjálp Ung kona sem dæmd var í fjögurra ára fangelsi vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings sagði sögu sína í Fréttablaðinu í gær undir dulnefninu María. Við rannsókn málsins kviknaði sterkur grunur um mansal. María var blekkt til þess að flytja fíkniefnin til landsins, notuð sem burðardýr. Mansalinn notaði þá leið að tengjast henni tilfinningaböndum og fá konuna til að treysta sér í blindni. Konan sagði frá því að hún hefði litla sem enga hjálp fengið vegna aðstæðna sinna og það hefðu fyrst og fremst verið hollensk stjórnvöld sem skárust í leikinn til þess að tryggja endurkomu hennar til heimalands síns. Aðkoma íslenskra stjórnvalda var sáralítil. Sálfræðiþjónusta var af skornum skammti og ekki með hliðsjón af því að sterkur grunur var um mansal. María þurfti að takast á við áföll sín að mestu leyti á eigin spýtur. „Það kom sálfræðingur að hitta mig. Hún sagði mér að hengja upp myndir frá heimalandinu og ýmislegt annað. Ég hafði áhyggjur af geðheilsu minni og vildi ræða áföllin sem ég hafði gengið í gegnum og hvað bíður mín þegar ég losna. Sálfræðingurinn sagði, já, ræðum það þegar að því kemur. Ég er mjög gáttuð á þeim viðbrögðum. Maður þarf að vera orðinn mjög veikur til þess að fá sálfræðiaðstoð.“ Vanmetinn fjöldi þolenda Það er staðreynd að mansal þrífst á Íslandi. Þetta sagði Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum, sem rannsakað hefur mansalsmál og staðið fyrir fræðslu um þau undanfarin ár. Hann segir ábendingum um mansal fara fjölgandi í takt við aukna fræðslu almennings á einkennum þess. Birtingarmyndir mansals eru margvíslegar á heimsvísu. Í áætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali á Íslandi er mansal sagt vera til dæmis hagnýting á einstaklingum í kynferðislegum tilgangi, vinnuþrælkun eða refsiverð hagnýting á líkama einstaklings með til dæmis fíkniefnasmygli eða líffærasölu. Verið er að nýta sér viðkomandi einstakling eða hóp einstaklinga í ábataskyni með einum eða öðrum hætti. Það er erfitt að meta umfang mansals á Íslandi öðruvísi en að áætla það út frá reynslu fag- og eftirlitsaðila. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segist hafa haft kynni af að minnsta kosti 120-130 brotaþolum mansals síðan 2004. Mjög líklegt er að fjöldinn sé vanmetinn. Í nóvember á síðasta ári varð fréttnæmt að hátt í 13 þúsund manns í Bretlandi starfa í ánauð. Rannsókn gerð að frumkvæði stjórnvalda árið 2013 leiddi þetta í ljós en áður hafði verið talið að rétt tæplega 3.000 væru í ánauð. Í þessum hópi eru konur sem hafa verið neyddar í vændi, fólk sem hefur verið ráðið í vist, starfsmenn í verksmiðjum, landbúnaði og fiskvinnslu. Sérfræðingur í mansali í Bretlandi hefur aðstoðað íslenska lögreglumenn og frætt þá um mansal.
Tengdar fréttir Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00