Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt Boði Logason skrifar 3. júní 2011 14:16 Borghildur Antonsdóttir og Brynjar Mettinisson, sonur hennar. Mynd/Samsett-Vísir.is „Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur. Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur.
Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32