Ekkert útlit fyrir Uber á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Leigubílstjórar víða um heim eru ósáttir við Uber og hafa mótmælt starfsemi fyrirtækisins harðlega. Þessir tveir krefjast þess að fyrirtækið stöðvi og líkja því við mafíu. Nordicphotos/AFP Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Alls fóru 472.672 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll árið 2008. Þá voru virk leigubílaleyfi í landinu 537 talsins. Árið 2015 fóru 1.261.938 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll en virk leigubílaleyfi voru 547. Á meðan fjöldi ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði virkum leigubílaleyfum um tíu. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Eru þar gefnar tölur um fjölda virkra leigubílaleyfa undanfarin ár. „[H]eildartalan hverju sinni er alltaf hærri þar sem leyfishafi má leggja leyfið inn tímabundið í allt að fjögur ár á tíu ára tímabili og taka þarf tillit til þeirra leyfa,“ segir í svarinu. Eins og er er takmörkun á útgefnum leigubílaleyfum. Þannig er heimild á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum fyrir samtals 560 leigubíla, að teknu tilliti til þeirra leyfa sem eru lögð inn tímabundið. Þá er einnig heimild fyrir 21 leigubíl á Akureyri og átta í Árborg. Þessi takmörkun er sömuleiðis það sem stendur bandaríska leigubílafyrirtækinu Uber fyrir þrifum. Greint var frá því fyrir rétt rúmum tveimur árum að nógu margar undirskriftir hefðu safnast til þess að Uber gæti hafið starfsemi í Reykjavík. Ekkert hefur hins vegar heyrst af þeim áformum síðan þá og er Reykjavík enn eina höfuðborg Norðurlanda þar sem þjónusta Uber er ekki aðgengileg. „Uber fellur því eins og staðan er í dag ekki undir þau lög og reglur sem gilda um leigubifreiðar. Til að Uber gæti starfað hér á landi þyrfti því að koma til breyting á regluverkinu. Eitt það helsta er að gefa þyrfti starfsemina frjálsa,“ segir í svarinu frá Samgöngustofu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn bæði á Samgöngustofu og innanríkisráðuneytið um hvort Uber hefði haft samband síðastliðin tvö ár varðandi hugsanlega komu til Íslands. Samkvæmt svörum við þeim fyrirspurnum hefur það ekki gerst. Enn er því óljóst hvort Uber hyggist bjóða upp á þjónustu sína á Íslandi þrátt fyrir að margt hafi bent til þess árið 2014. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira