Ekkert vín í kjallara Steingríms og Ingólfs 3. febrúar 2012 04:00 Steingrímur Kárason var framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings fyrir hrun og Ingólfur Helgason var forstjóri bankans á Íslandi. Báðir eru nú til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara og sættu um tíma farbanni vegna þess. Ekkert fokdýrt vínsafn er að finna í kjallara geymsluhúsnæðis að Smiðshöfða sem er í eigu Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi stjórnenda hjá Kaupþingi. Þessu komst slitastjórn bankans að þegar hún fór loksins inn í kjallarann í fyrradag eftir margra mánaða þref í réttarkerfinu. Slitastjórnina hefur lengi grunað að í húsnæðinu kynni að vera að finna birgðir af dýru víni í eigu Ingólfs og Steingríms að andvirði á þriðja hundrað milljóna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins býr slitastjórnin yfir upplýsingum, meðal annars innkaupanótum, sem sýna eiga fram á stórfelld kaup þeirra á eðalvínum. Hins vegar var gengið frá kjallaranum þannig að ómögulegt var að sjá inn í hann og meðal annars var búið að byrgja fyrir þá fáu glugga sem á honum voru. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á kröfu slitastjórnarinnar um að kyrrsetja húsið í fyrrasumar, líkt og aðrar eignir tvímenninganna, til tryggingar kröfum sem gerðar voru á þá vegna stórfelldra lána til hlutabréfakaupa. Sýslumaður féllst hins vegar ekki á að hleypa slitastjórninni inn í 240 fermetra geymsluhúsnæðið að Smiðshöfða. Slitastjórnin fór með málið fyrir dómstóla, og í síðustu viku kvað Hæstiréttur upp endanlegan dóm: kjallarinn skyldi opnaður. „Það kom ekkert í ljós, eins og vitað var og var löngu búið að segja slitastjórninni. Engin dulin verðmæti, leyndir sjóðir, vínkjallari eða neitt svoleiðis," segir Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Steingríms, sem var viðstaddur fyrir hans hönd þegar farið var inn í húsnæðið í fyrradag. Í kjallaranum voru einungis búslóðir á vegum tvímenninganna og annarra, sem slitastjórnin telur ekki verðmætar, og bilaður bíll, árgerð 2004, sem slitastjórnin hafði þegar fengið kyrrsettan. stigur@frettabladid.is Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Ekkert fokdýrt vínsafn er að finna í kjallara geymsluhúsnæðis að Smiðshöfða sem er í eigu Ingólfs Helgasonar og Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi stjórnenda hjá Kaupþingi. Þessu komst slitastjórn bankans að þegar hún fór loksins inn í kjallarann í fyrradag eftir margra mánaða þref í réttarkerfinu. Slitastjórnina hefur lengi grunað að í húsnæðinu kynni að vera að finna birgðir af dýru víni í eigu Ingólfs og Steingríms að andvirði á þriðja hundrað milljóna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins býr slitastjórnin yfir upplýsingum, meðal annars innkaupanótum, sem sýna eiga fram á stórfelld kaup þeirra á eðalvínum. Hins vegar var gengið frá kjallaranum þannig að ómögulegt var að sjá inn í hann og meðal annars var búið að byrgja fyrir þá fáu glugga sem á honum voru. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á kröfu slitastjórnarinnar um að kyrrsetja húsið í fyrrasumar, líkt og aðrar eignir tvímenninganna, til tryggingar kröfum sem gerðar voru á þá vegna stórfelldra lána til hlutabréfakaupa. Sýslumaður féllst hins vegar ekki á að hleypa slitastjórninni inn í 240 fermetra geymsluhúsnæðið að Smiðshöfða. Slitastjórnin fór með málið fyrir dómstóla, og í síðustu viku kvað Hæstiréttur upp endanlegan dóm: kjallarinn skyldi opnaður. „Það kom ekkert í ljós, eins og vitað var og var löngu búið að segja slitastjórninni. Engin dulin verðmæti, leyndir sjóðir, vínkjallari eða neitt svoleiðis," segir Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Steingríms, sem var viðstaddur fyrir hans hönd þegar farið var inn í húsnæðið í fyrradag. Í kjallaranum voru einungis búslóðir á vegum tvímenninganna og annarra, sem slitastjórnin telur ekki verðmætar, og bilaður bíll, árgerð 2004, sem slitastjórnin hafði þegar fengið kyrrsettan. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira