Ekki að sparka í liggjandi mann Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kristófer Dignus segir engan heilagan þegar kemur að gríni. vísir/ernir „Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum. Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum.
Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11