Ekki að sparka í liggjandi mann Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2016 07:00 Kristófer Dignus segir engan heilagan þegar kemur að gríni. vísir/ernir „Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum. Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
„Það hefur ekki komið til umræðu enda ekki verið farið fram á neitt slíkt. En mér þykir það vissulega leitt að þetta atriði eða önnur í Skaupinu hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum áhorfendum eða sært þá enda er það sannarlega ekki tilgangurinn,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, aðspurður um hvort til greina komi að biðja Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, afsökunar á atriði þar sem Sigurður kemur við sögu í Áramótaskaupinu. Í þessu tiltekna atriði er spiluð upptaka af samtali sem fréttastofa RÚV átti við Sigurð sama dag og hann var dæmdur í fangelsi í Hæstarétti vegna al Thani-málsins. Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, gagnrýnir þetta atriði harðlega í Fréttablaðinu í gær. Gagnrýnin vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Sigurður sætir, sem kunnugt er, fangelsisrefsingu á Kvíabryggju. Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins, segir umrætt grín vera pínlegt og það eigi að vera þannig, enda vísi það til pínlegs atburðar á síðasta ári. Í stað þess að vera með leikið atriði, þar sem leikarar léku bankamenn, hafi verið ákveðið að fara þá leið sem farin var. „Mér finnst þetta hafa snert svolítið mikið okkur sem þjóð, það sem gerðist og afleiðingar þess sem gerðist,“ segir Kristófer um bankahrunið og afleiðingar þess..Hann segir engan vera heilagan þegar kemur að gríni og grínið hafi verið góðlátlegt. „Mér finnst við ekki vera að sparka í liggjandi mann.“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segist ekki vita til þess að Sigurður Einarsson hafi gert athugasemdir við umrætt atriði. Skarphéðinn segir nálgunina í umræddu atriði vissulega hafa verið djarfa, en hann trúi ekki að nein meinfýsni hafi ráðið för hjá höfundunum. Fréttablaðið hringdi á Kvíabryggju og óskaði viðbragða frá Sigurði Einarssyni, en var tjáð að hann væri upptekinn vegna funda með lögfræðingum.
Tengdar fréttir Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Skaupið sagt lýsa lágkúrulegri grimmd Jónas Sigurgeirsson bókaútgefandi segir dómsstóla þátttakenda á skipulagðri aðför á hendur bankamönnum. 8. janúar 2016 10:11