Innlent

Ekki allir kolvitlausir, segir Svandís

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að ekki séu allir kolvitlausir út í verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þeir sem fari gangandi um hálendið sé sáttir.

Samtök skotveiðimanna, jeppamanna og vélsleðamanna hafa síðustu daga brugðist hart við þeirri ákvörðun Svandísar að staðfesta verndaráætlunina en hún þrengir að möguleikum þeirra til að fara á vélknúnum ökutækjum um hálendið.

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Alþingi í morgun að vaknað hefðu spurningar um fyrir hverja Vatnajökulsþjóðgarður ætti að vera. Hann sagði að velflestir fulltrúar þeirra félagasamtaka sem hefðu nýtt þetta svæði til útvistar og afþreyingar væru meira og minna allir kolvitlausir; sárir svekktir og reiðir.

Svandís Svavardóttir umhverfisráðherra sagði það á verksviði þjóðgarðsins að endurskoða reglur um bann. Hún kvaðst ekkert sjá því til fyrirstöðu að stjórn þjóðgarðsins hæfi nú þegar öflugt samráð við þá aðila sem hefðu af þessu mestar áhyggjur.

Vegna þeirra orða þingmannsins, að allir væru meira og minna kolvitlausir, sagði Svandís:

"En það eru nú töluvert margir aðilar, sem kannski hafa að jafnaði lægra í samfélaginu, sem eru þeir sem fara gangandi um hálendið, sem hafa verið sáttir við þessa verndaráætlun," sagði Svandís.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×