Ekki fundist eitraður mítill hér á landi Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2014 10:48 Vísir/Getty „Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“ Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
„Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“
Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45