Ekki gert ráð fyrir Helguvík Invar Haraldsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Tekjur Reykjaneshafnar hafa ekki staðið undir kostnaði þar sem illa hefur tekist að fá fyrirtæki til að hefja starfsemi á svæðinu. vísir/gva Ekki er gert ráð fyrir að höfnin í Helguvík verði á samgönguáætlun áranna 2015 til 2018 sem lögð verður fyrir Alþingi á ný í haust. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innaríkisráðherra. Þórdís segir að Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hafi fundað með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í vor vegna málsins. Í fyrsta áfanga hafi Reykjnesbær viljað fá tæplega 300 milljónir króna úr hafnaráætlunarhluta samgönguáætlunar til að lengja hafnarkant Helguvíkurhafnar. Ráðherra hafi sýnt málinu skilning en krafan komið fram eftir að búið var að móta áætlunina. „Það er ekki reiknað með þessari upphæð þar þannig að það verður að beina þessu til þingsins og fjárlaganefndar,“ segir Þórdís. Reykjaneshöfn hefur alls farið fram á 2,3 milljarða ríkisstyrk fyrir hafnarframkvæmdum eiga að kosta 4,3 milljarða króna. Eigið fé Reykjaneshafnar er neikvætt um 4,5 milljarða króna og uppsafnað tap fyrirtækisins frá árinu 2006 nemur 3,8 milljörðum króna. Markmið framkvæmdanna er að betur verið hægt að þjónusta þann iðnað sem vonast er eftir að taki til starfa á svæðinu. Heimild er fyrir 60 prósent ríkisstyrk í hafnarframkvæmdum samkvæmt hafnarlögum. Þar er gert ráð fyrir að höfnin hafi skilað rekstarafgangi með tilliti til vaxta og jákvæðum rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt kosti sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti og framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna. Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að höfnin í Helguvík verði á samgönguáætlun áranna 2015 til 2018 sem lögð verður fyrir Alþingi á ný í haust. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innaríkisráðherra. Þórdís segir að Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hafi fundað með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í vor vegna málsins. Í fyrsta áfanga hafi Reykjnesbær viljað fá tæplega 300 milljónir króna úr hafnaráætlunarhluta samgönguáætlunar til að lengja hafnarkant Helguvíkurhafnar. Ráðherra hafi sýnt málinu skilning en krafan komið fram eftir að búið var að móta áætlunina. „Það er ekki reiknað með þessari upphæð þar þannig að það verður að beina þessu til þingsins og fjárlaganefndar,“ segir Þórdís. Reykjaneshöfn hefur alls farið fram á 2,3 milljarða ríkisstyrk fyrir hafnarframkvæmdum eiga að kosta 4,3 milljarða króna. Eigið fé Reykjaneshafnar er neikvætt um 4,5 milljarða króna og uppsafnað tap fyrirtækisins frá árinu 2006 nemur 3,8 milljörðum króna. Markmið framkvæmdanna er að betur verið hægt að þjónusta þann iðnað sem vonast er eftir að taki til starfa á svæðinu. Heimild er fyrir 60 prósent ríkisstyrk í hafnarframkvæmdum samkvæmt hafnarlögum. Þar er gert ráð fyrir að höfnin hafi skilað rekstarafgangi með tilliti til vaxta og jákvæðum rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt kosti sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti og framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira