Ekki hægt að horfa framhjá innflytjendabreytunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2014 13:16 Hildur Björk Svavarsdóttir hjá Reykjavíkurborg segir merki um miklar framfarir hjá nemendum Fellaskóla undanfarin ár. 67 prósent nemenda í Fellaskóla eru af erlendu bergi brotnir. Nemendur við skólann koma illa út úr niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar sem birt var í dag. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknarþjónustu skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, segir ekki hægt að líta framhjá innflytjendabreytunni í Fellaskóla. Þar séu 67 prósent nemenda af erlendu bergi brotin á sama tíma og prófið, sem þreytt sé, sé á íslensku. „Prófið er líka flókið og með tiltölulega mikið af upplýsingum,“ segir Hildur Björk í samtali við Vísi. Þá sé Fellaskóli heiðarlegur skóli að því leyti að allir nemendur eru látnir þreyta prófið óháð íslenskukunnáttu. Tveir skólanna sendu aðeins helming nemenda í prófið. Meðaltalsþátttakan í rannsókninni, sem fram fór árið 2012, hafi verið í kringum 80 prósent. Hildur minnir á að nemendafjöldinn í þeim skólum sem komu verst út úr rannsókninni, Klébergsskóla á Kjalarnesi auk Fellaskóla í Breiðholti, sé sérstaklega lítill. Aðeins tuttugu nemendur hafi tekið prófið í Fellaskóla og sextán í Klébergsskóla. Því geti árangur einstakra nemenda haft enn meiri áhrif á heildarniðurstöðuna.Allt á uppleið Hildur minnir á að PISA-prófið sé ekki það áreiðanlegasta. Nemendur fari heim úr prófinu meðvitaðir um að niðurstaðan skipti þá engu máli. Vísar Hildur Björk í viðtöl við nemendur að loknum PISA-prófum sem kláruðu prófið eins hratt og mögulegt var til að komast sem fyrst heim. Þeir sögðust ekki hafa lagt sig sérstaklega fram. Kannski ekki að furða enda fá þeir ekki einu sinni að sjá einkunn sína. Ólíkt til dæmis í Samræmdum prófum. Niðurstöðurnar þar gefi áreiðanlegri upplýsingar að sögn Hildar. „Framfarastuðlar í Fellaskóla hafa verið mjög góðir,“ segir hún um samanburð á árangri nemenda í prófunum undanfarin ár. Skoðaðar hafa verið niðurstöður nemenda úr 7. bekk og upp í 10. bekk. Þótt einkunnirnar séu enn nokkuð lágar eru nemendur að sýna framfarir. Skólinn sé að ná árangri. Þá hafi verið ráðist í aukið starf meðal nemenda yngstu bekkja í Fellaskóla með góðum árangri. Nemendur í 1. og 2. bekk hafi fengið lengri skóladaga foreldrum að kostnaðarlausu þar sem lögð er áhersla á kennslu í íslensku. „Það er að skila sér verulega,“ segir Hildur Björk. Forráðamenn nemenda ráða því hvort barn þeirra þreyti prófið eður ei. Sömuleiðis geti skólastjórnendur fært rök fyrir því að einstaka nemendur taki ekki prófið. Tengdar fréttir Tæpur helmingur nemenda Fellaskóla nær ekki grunnstigi Samkvæmt samantekt á stærðfræðihæfni nemenda í Reykjavík náðu um 45 prósent nemenda Fellaskóla ekki fyrsta þrepi af sex. 27. júní 2014 11:57 Meiri umhyggja borin fyrir stúlkum en drengjum Útkoma íslenskra grunnskólabarna í PISA könnunum var rædd á Alþingi í dag. Tíundu bekkingar hafa ekki mikla trú á þessum könnunum og skólastjóri segir vandan á vissan hátt mennningarlegan. 21. janúar 2014 20:09 Reykjavíkurborg skylt að afhenda niðurstöður PISA Reykjavíkurborg synjaði beiðni um að afhenda niðurstöður rannsóknarinnar á þeim forsendum að um vinnugögn hafi verið að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það. 26. júní 2014 13:24 Foreldrar fá ekki að sjá niðurstöður PISA könnunarinnar Fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg segja birtingu niðurstaðna PISA könnunar vera í anda "gamaldags sýnar þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ 5. mars 2014 23:00 Borgaskóli kemur best út úr PISA: "Við erum æðisleg“ "Við hvetjum nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi; setja sér markmið og vinna í að styrkja sig," segir Jóhanna S. Vilbergsdóttir skólastjóri. 27. júní 2014 12:44 Gátum ekki lagt fyrir PISA próf í tölvum Ísland er eina landið sem ekki tók þátt í PISA könnun á getu unglinga til að leysa þrautir. Niðurstöður voru birtar í byrjun vikunnar. Prófið þurfti að taka í tölvu og ekki fjármagn fyrir hendi til leggja það fyrir hér. Erum næst með árið 2015. 3. apríl 2014 07:00 Tengsl á milli starfa foreldra og árangurs barna í námi Niðurstöður greiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á niðurstöðum PISA-könnunarinnar 2012 sýna tengsl á milli árangurs nemenda og starfs foreldra. Tengslin eru mismunandi milli landa. 27. febrúar 2014 09:23 Borgaskóli kom best út úr PISA Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi. 27. júní 2014 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
67 prósent nemenda í Fellaskóla eru af erlendu bergi brotnir. Nemendur við skólann koma illa út úr niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar sem birt var í dag. Hildur Björk Svavarsdóttir, deildarstjóri tölfræði- og rannsóknarþjónustu skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, segir ekki hægt að líta framhjá innflytjendabreytunni í Fellaskóla. Þar séu 67 prósent nemenda af erlendu bergi brotin á sama tíma og prófið, sem þreytt sé, sé á íslensku. „Prófið er líka flókið og með tiltölulega mikið af upplýsingum,“ segir Hildur Björk í samtali við Vísi. Þá sé Fellaskóli heiðarlegur skóli að því leyti að allir nemendur eru látnir þreyta prófið óháð íslenskukunnáttu. Tveir skólanna sendu aðeins helming nemenda í prófið. Meðaltalsþátttakan í rannsókninni, sem fram fór árið 2012, hafi verið í kringum 80 prósent. Hildur minnir á að nemendafjöldinn í þeim skólum sem komu verst út úr rannsókninni, Klébergsskóla á Kjalarnesi auk Fellaskóla í Breiðholti, sé sérstaklega lítill. Aðeins tuttugu nemendur hafi tekið prófið í Fellaskóla og sextán í Klébergsskóla. Því geti árangur einstakra nemenda haft enn meiri áhrif á heildarniðurstöðuna.Allt á uppleið Hildur minnir á að PISA-prófið sé ekki það áreiðanlegasta. Nemendur fari heim úr prófinu meðvitaðir um að niðurstaðan skipti þá engu máli. Vísar Hildur Björk í viðtöl við nemendur að loknum PISA-prófum sem kláruðu prófið eins hratt og mögulegt var til að komast sem fyrst heim. Þeir sögðust ekki hafa lagt sig sérstaklega fram. Kannski ekki að furða enda fá þeir ekki einu sinni að sjá einkunn sína. Ólíkt til dæmis í Samræmdum prófum. Niðurstöðurnar þar gefi áreiðanlegri upplýsingar að sögn Hildar. „Framfarastuðlar í Fellaskóla hafa verið mjög góðir,“ segir hún um samanburð á árangri nemenda í prófunum undanfarin ár. Skoðaðar hafa verið niðurstöður nemenda úr 7. bekk og upp í 10. bekk. Þótt einkunnirnar séu enn nokkuð lágar eru nemendur að sýna framfarir. Skólinn sé að ná árangri. Þá hafi verið ráðist í aukið starf meðal nemenda yngstu bekkja í Fellaskóla með góðum árangri. Nemendur í 1. og 2. bekk hafi fengið lengri skóladaga foreldrum að kostnaðarlausu þar sem lögð er áhersla á kennslu í íslensku. „Það er að skila sér verulega,“ segir Hildur Björk. Forráðamenn nemenda ráða því hvort barn þeirra þreyti prófið eður ei. Sömuleiðis geti skólastjórnendur fært rök fyrir því að einstaka nemendur taki ekki prófið.
Tengdar fréttir Tæpur helmingur nemenda Fellaskóla nær ekki grunnstigi Samkvæmt samantekt á stærðfræðihæfni nemenda í Reykjavík náðu um 45 prósent nemenda Fellaskóla ekki fyrsta þrepi af sex. 27. júní 2014 11:57 Meiri umhyggja borin fyrir stúlkum en drengjum Útkoma íslenskra grunnskólabarna í PISA könnunum var rædd á Alþingi í dag. Tíundu bekkingar hafa ekki mikla trú á þessum könnunum og skólastjóri segir vandan á vissan hátt mennningarlegan. 21. janúar 2014 20:09 Reykjavíkurborg skylt að afhenda niðurstöður PISA Reykjavíkurborg synjaði beiðni um að afhenda niðurstöður rannsóknarinnar á þeim forsendum að um vinnugögn hafi verið að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það. 26. júní 2014 13:24 Foreldrar fá ekki að sjá niðurstöður PISA könnunarinnar Fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg segja birtingu niðurstaðna PISA könnunar vera í anda "gamaldags sýnar þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ 5. mars 2014 23:00 Borgaskóli kemur best út úr PISA: "Við erum æðisleg“ "Við hvetjum nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi; setja sér markmið og vinna í að styrkja sig," segir Jóhanna S. Vilbergsdóttir skólastjóri. 27. júní 2014 12:44 Gátum ekki lagt fyrir PISA próf í tölvum Ísland er eina landið sem ekki tók þátt í PISA könnun á getu unglinga til að leysa þrautir. Niðurstöður voru birtar í byrjun vikunnar. Prófið þurfti að taka í tölvu og ekki fjármagn fyrir hendi til leggja það fyrir hér. Erum næst með árið 2015. 3. apríl 2014 07:00 Tengsl á milli starfa foreldra og árangurs barna í námi Niðurstöður greiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á niðurstöðum PISA-könnunarinnar 2012 sýna tengsl á milli árangurs nemenda og starfs foreldra. Tengslin eru mismunandi milli landa. 27. febrúar 2014 09:23 Borgaskóli kom best út úr PISA Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi. 27. júní 2014 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Tæpur helmingur nemenda Fellaskóla nær ekki grunnstigi Samkvæmt samantekt á stærðfræðihæfni nemenda í Reykjavík náðu um 45 prósent nemenda Fellaskóla ekki fyrsta þrepi af sex. 27. júní 2014 11:57
Meiri umhyggja borin fyrir stúlkum en drengjum Útkoma íslenskra grunnskólabarna í PISA könnunum var rædd á Alþingi í dag. Tíundu bekkingar hafa ekki mikla trú á þessum könnunum og skólastjóri segir vandan á vissan hátt mennningarlegan. 21. janúar 2014 20:09
Reykjavíkurborg skylt að afhenda niðurstöður PISA Reykjavíkurborg synjaði beiðni um að afhenda niðurstöður rannsóknarinnar á þeim forsendum að um vinnugögn hafi verið að ræða. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst ekki á það. 26. júní 2014 13:24
Foreldrar fá ekki að sjá niðurstöður PISA könnunarinnar Fulltrúar meirihlutans í Reykjavíkurborg segja birtingu niðurstaðna PISA könnunar vera í anda "gamaldags sýnar þeirra sem telja skólastarf vera keppnisíþrótt.“ 5. mars 2014 23:00
Borgaskóli kemur best út úr PISA: "Við erum æðisleg“ "Við hvetjum nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi; setja sér markmið og vinna í að styrkja sig," segir Jóhanna S. Vilbergsdóttir skólastjóri. 27. júní 2014 12:44
Gátum ekki lagt fyrir PISA próf í tölvum Ísland er eina landið sem ekki tók þátt í PISA könnun á getu unglinga til að leysa þrautir. Niðurstöður voru birtar í byrjun vikunnar. Prófið þurfti að taka í tölvu og ekki fjármagn fyrir hendi til leggja það fyrir hér. Erum næst með árið 2015. 3. apríl 2014 07:00
Tengsl á milli starfa foreldra og árangurs barna í námi Niðurstöður greiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á niðurstöðum PISA-könnunarinnar 2012 sýna tengsl á milli árangurs nemenda og starfs foreldra. Tengslin eru mismunandi milli landa. 27. febrúar 2014 09:23
Borgaskóli kom best út úr PISA Hæfni nemenda var metinn eftir þremur þáttum; stærðfræðilæsi, lesskilningi og náttúrufræðilæsi. 27. júní 2014 12:30