Ekki í myndinni að refsa hælisleitendum stigur@frettabladid.is skrifar 22. desember 2012 09:00 Sundahöfn Hælisleitendur hafa ítrekað verið gripnir við að reyna að komast um borð í skip í Sundahöfn á árinu.Fréttablaðið/vilhelm Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“ Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“
Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira