Ekki leitað í dag nema nýjar vísbendingar berist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2017 08:33 Björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði umhverfis Hafnarfjarðarhöfn í gær. Vísir/Vilhelm Ekki verður leitað að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag, nema frekari vísbendingar berist. Svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn og víðar var fínkembt í gær, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það var tekin ákvörðun um það að við yrðum í viðbragðsstöðu og ef það koma upp nýjar vísbendingar þá förum við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Umfangsmikil leit var í Hafnarfirði í gær þar sem skór Birnu fundust. Jafnframt var unnið út frá farsímagögnum sem benda til þess að Birna hafi verið í Hafnarfirði og meðal annars leitað við Urriðaholt og Flatahraun. Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu leituðu hennar, og var notast við tvo dróna, tvær þyrlur, kafara, kafbát og hunda. „Aðgerðarstjórn okkar og lögregla eru í sambandi og vinna saman og meta stöðuna hverju sinni út frá þeim vísbendingum sem koma,“ segir Þorsteinn. Lögregla óskaði eftir því í gær að grænlenski togarinn Polar Nanok, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, kæmi aftur til hafnar hér á landi. Það var gert þar sem einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögregla hafði lýst eftir ökumanni rauðrar Kia Rio bifreiðar í tengslum við málið. Togarinn er að óbreyttu væntanlegur til Hafnarfjarðar í kvöld. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð sé með réttarstöðu grunaðs manns. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Ekki verður leitað að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag, nema frekari vísbendingar berist. Svæðið umhverfis Hafnarfjarðarhöfn og víðar var fínkembt í gær, að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það var tekin ákvörðun um það að við yrðum í viðbragðsstöðu og ef það koma upp nýjar vísbendingar þá förum við,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Umfangsmikil leit var í Hafnarfirði í gær þar sem skór Birnu fundust. Jafnframt var unnið út frá farsímagögnum sem benda til þess að Birna hafi verið í Hafnarfirði og meðal annars leitað við Urriðaholt og Flatahraun. Fjölmennt lið björgunarsveita og lögreglu leituðu hennar, og var notast við tvo dróna, tvær þyrlur, kafara, kafbát og hunda. „Aðgerðarstjórn okkar og lögregla eru í sambandi og vinna saman og meta stöðuna hverju sinni út frá þeim vísbendingum sem koma,“ segir Þorsteinn. Lögregla óskaði eftir því í gær að grænlenski togarinn Polar Nanok, sem hélt frá Hafnarfirði á laugardagskvöld, kæmi aftur til hafnar hér á landi. Það var gert þar sem einn úr áhöfninni hafði tekið rauðan Kia Rio smábíl á leigu en lögregla hafði lýst eftir ökumanni rauðrar Kia Rio bifreiðar í tengslum við málið. Togarinn er að óbreyttu væntanlegur til Hafnarfjarðar í kvöld. Lögreglan fullyrðir að enginn um borð sé með réttarstöðu grunaðs manns.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira