Ekki lesa ekki neitt Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um að efla þurfi lestur barna og unglinga en ekki er víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu mikið tapast þegar börnin þeirra líta ekki í bók hátt í þrjá mánuði yfir sumartímann. SumarlesturErlendar rannsóknir sýna að þeim nemendum sem ekki opna bók í sumarleyfinu fer aftur. Á ensku nefnist þetta summer reading loss (eða summer learning loss) og vísar í þá afturför í lestrarfærni sem á sér stað yfir sumarið þegar börnin hljóta ekki formlega lestrarkennslu. Þetta er ekki bara tilfinning eða ágiskun kennara, heldur skráð og rannsakað fyrirbæri (sjá til dæmis Kim, JS. 2011 og 2012, og Moynihan, L. 2011). Staðreyndin er sú að lestrarfærni þeirra sem lesa ekkert á sumrin stendur ekki í stað milli vors og hausts heldur hrakar henni marktækt og það getur tekið nemendur allt að tvo mánuði að vinna sig upp í sömu færni og þeir höfðu við upphaf sumarleyfis. Lestrarfærni þeirra barna sem lesa eitthvað stendur í stað eða batnar jafnvel. Þessar sömu rannsóknir sýna að það eru oftast þeir sem síst mega við því sem lesa minnst í sumarfríinu og standa því enn verr að hausti. Þetta vindur svo upp á sig og þeir sem ekkert lesa standa sífellt verr, eru lengur að vinna sig upp og ná jafnvel ekki jafnöldrum sínum yfir skólaárið. Það sem helst spáir fyrir um hvort lestrarkunnáttu barns hrakar yfir sumartímann er hvort það les eða ekki og það hvort barnið les yfir sumartímann ræðst að mestu af því hvort það hefur aðgang að bókum eða ekki. Ábyrgð foreldraÁ sumrin, þegar börn og unglingar fá ekki það aðhald sem skólastofan veitir, er ekki ólíklegt að þau þurfi hvatningu til lestrar og stuðning við val á lesefni. Hér gegna foreldrar og forráðamenn lykilhlutverki. Fáðu lánaða eða kauptu bók handa ungmenninu þegar þú grípur bók handa þér, krakkar hafa alveg jafn gaman af nýju lesefni og við hin. Hinir fullorðnu ættu að hafa í huga að gera ungmennunum auðvelt að nálgast bækur sem henta áhuga og getu. Lestu bókina sem ungmennið les, vertu tilbúin til viðræðna um bókina og ræddu um aðrar bækur sem þú lest. Umræður um lestur efla áhugann á lestri. Með því að gera lestur að sameiginlegri tómstundaiðju fjölskyldunnar yfir sumarið skapast skemmtilegar samverustundir og um leið aukast líkurnar á því að börnin mæti í skólann að hausti þokkalega búin undir skólaárið. En það eru fleiri en foreldrar sem geta haft áhrif. Á ráðstefnunni Alvara málsins, bókaþjóð í ólestri í janúar 2012 var bent á að ábyrgðin á bókmenntauppeldinu væri samfélagsins alls. Heimilin, skólarnir, fjölmiðlar og ekki síst yfirvöld þurfa að taka höndum saman og gera lestur að áhugaverðri og gildri iðju sem fær jákvæða athygli. Við undirritaðar teljum verulega þörf á sumarlestrarátaki á Íslandi – áberandi, sýnilegu og ágengu átaki sem nær til allra sem að málinu koma – allra Íslendinga.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun