Ekki markmið Seðlabanka að vera rekinn með hagnaði Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2014 13:39 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun að markmið Seðlabankans séu flóknari en svo að vera rekinn með hagnaði. vísir/stefán Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans. Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans.
Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira