Ekki þörf á nýjum stórvirkjunum vegna sæstrengs Sæunn Gísladóttir skrifar 13. júlí 2016 17:08 Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Orkuþörf sæstrengs frá Íslandi til Bretlands verður að miklu leyti uppfyllt úr bættri nýtingu á núverandi kerfum. Gert er ráð fyrir að einungis komi 250 megawött úr hefðbundnum virkjanakostum, ígildi innan við helmings Kárahnjúkavirkjunar. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann segir útilokað að meta það hvenær sæstrengur geti orðið að veruleika. „Ég er mjög ánægður með skýrsluna um þjóðahagslegu áhrifin á Íslandi og Bretlandi, það er áhugavert að skýr áhugi Breta komi fram. Bretar staðfesta að það komi til greina að nýta styrkjakerfi sem öll orkuver sem byggð eru í Bretlandi njóta," segir Hörður. Hann segir þó mörgum spurningum enn ósvarað.Sjá einnig: Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Hörður segir að orkuþörfin fyrir sæstreng komi að mjög miklu leyti út úr nýjum smærri kostum eins og litlum vatnsaflsvirkjunum, vindorku og lághita/jarðhita sem ekki er verið að nýta í dag. „Þetta er ekki fyrst og fremst stór virkjunarframkvæmd." Hörður ítrekar að mikilvægt sé að blanda ekki umræðunni um sæstreng saman með hvað Landsvirkjun ákveður að virkja. „Sæstrengur mun ekki breyta því hvernig við flokkum okkar virkjanakosti. Skýrslan styður að þetta geti rúmast innan þeirra áforma sem virðist ágæt sátt um á Íslandi." Hörður telur að til skemmri tíma litið muni ákvörðun Breta að ganga úr Evrópusambandinu hafa einhver áhrif á áframhaldandi viðræður. „Það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að þessi fjárhagslegi stuðningur sem Bretar eru að veita uppbyggingu orkuvera í Bretlandi er ekki tengdur ESB. Breskt efnahagslíf er í mikilli þörf fyrir nýja raforkuvinnslu, ég hef því ekki trú á að þetta breyti miklu til lengri tíma litið," segir Hörður Arnarson
Tengdar fréttir Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00 Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu Sæstrengur milli Íslands og Bretlands gæti haft 1,2 til 1,6 prósent jákvæð áhrif á landsframleiðslu og dregið verulega úr losun Breta á gróðurhúsalofttegundum. 13. júlí 2016 09:00
Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir Það borgar sig ekki fyrir Íslendinga að leggja raforkusæstreng til Bretlands, nema til komi fjárhagslegur stuðningur frá Bretum til verkefnisins. Þá þyrfti að virkja sem nemur tveimur Kárahnjúkavirkjunum. Sæstrengur til Bretlands virðist því ekki í kortunum. 12. júlí 2016 18:51