Innlent

Ekki tímabært að ræða hækkun á leigu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir ræddi málefni Hörpu í dag.
Katrín Jakobsdóttir ræddi málefni Hörpu í dag.
„Ég held að það sé ekki tímabært að ræða hækkun á leigu," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um þær hugmyndir sem reifaðar eru í Fréttablaðinu í dag um að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði hærri leigu fyrir afnot af Hörpu. Þannig sé hægt að bregðast við rekstrarvanda Hörpunnar en eins og komið hefur fram í fréttum er gert ráð fyrir að rekstrartap Hörpu verði 407 milljónir á árinu.

Málefni Hörpu voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar gerði Katrín ríkisstjórninni grein fyrir því að til stendur að einfalda rekstur Hörpunnar með því að fækka stjórnum og gera eigendastefnu til fimm ára.

Katrín segir hins vegar ekki tímabært að hækka leigu úr 170 milljónum í 341 milljón. Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru á fjárlögum frá íslenska ríkinu. Katrín bendir aftur á móti á að Harpa sé í eigu bæði ríkis og borgar og báðir aðilar veðri að leggja sitt af mörkum við að bæta reksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×