Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:21 Birnan virðist hafa synt hingað til lands. Hún var felld í nótt. Vísir/Getty/Karitas Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina. Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina.
Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46