Innlent

Eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti

Birgir Olgeirsson skrifar
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. Vísir/Anton
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 14.52 tilkynning um að eldur hefði komið upp um borð í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni. 64 farþegar voru um borð í bátnum. Þegar tilkynningin barst höfðu þeir verið ferjaðir um borð í annan hvalaskoðunarbát á svæðinu og munu þeir ætla að ljúka skoðunarferðinni með honum. Búið er að ráða niðurlögum eldsins.

Talsverður reykur hafði komið upp í vélarrúminu en enginn eldur var sjáanlegur.

Um hálffjögurleytið var Hafsúlan um tíu sjómílur norðvestur af Reykjavík. Tveir skipverjar eru enn um borð en ekkert amar að þeim. Ásgrímur S. Björnsson, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fer þá og þegar til móts við bátinn til aðstoðar. Þá er TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að gera sig klára til brottfarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×