Íslenski boltinn

Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra

"Þessi er léttur, ljúfur og kátur," skrifaði liðsfélagi Elfars, Gísli Páll Helgason, við þessa mynd sem hann tók af félaga sínum í kvöld.
"Þessi er léttur, ljúfur og kátur," skrifaði liðsfélagi Elfars, Gísli Páll Helgason, við þessa mynd sem hann tók af félaga sínum í kvöld. mynd/instagram
Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi.

Elfar Árni var fluttur á sjúkrahús í kvöld eftir samstuð við KR-ing. Uppákoman er hann slasaðist var óhugnaleg og var leiknum í kjölfarið frestað.

"Elfar Árni er allur að braggast og að verða sjálfum sér líkur. Farinn að grínast og búinn að borða ristað brauð og eitthvað fleira. Til öryggis verður hann á spítalanum í nótt. Hann sendir góðar kveðjur til allra," skrifaði Borghildur á fésbókarsíðu stuðningsmanna Blika í kvöld.

Vísir sendir Elfari Árna bestu batakveðjur.




Tengdar fréttir

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg

Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×