Elfar Freyr: Ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 07:00 Elfar Freyr Helgason í leiknum á móti Þór en Blikar unnu þar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Valli „Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira