Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst 20. nóvember 2011 16:37 Frá landsfundi. „Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira