Endurkjör Bjarna breytir litlu - Evrópumálin óleyst 20. nóvember 2011 16:37 Frá landsfundi. „Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þetta er tvíbent. Það að hann skyldi fá sterkt framboð á móti sér sýnir óróleikamerki í kringum hann. En hann sigraði samt og stendur eftir sem ótvíræður leiðtogi," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, spurður um stöðu Bjarna Benediktssonar eftir að hann var endurkjörinn formaður flokksins. Gunnar Helgi segir það augljóst að flokksvélin standi á bak við Bjarna en landsfundurinn þarf ekki að endurspegla hinn almenna kjósanda. Þannig sýndu kannanir fyrir landsfundinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem má vel við una eftir kosninguna, hefur að því er virðist, breiðari skírskotun til hins almenna kjósenda flokksins. „En landsfundurinn er náttúrulega ekki það sama og kjósendur," áréttar Gunnar Helgi. Hann segir niðurstöðuna ekki breyta miklu fyrir flokkinn. Bjarni gæti styrkt stöðu sína en framtíðin er óljós. Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst af mikilvægri andlitslyftingu, ef svo má að orði komast, með því að kjósa Bjarna, svarar Gunnar Helgi því til að mörgum hafi greinilega fundist það - enda hlaut Hanna Birna rúmlega 500 atkvæði í kosningunni. Hann segir þó ómögulegt að segja til um afleiðingar þess ef Hanna Birna hefði sigrað formannslaginn. Gunnar Helgi segir alvarlegri mál blasa við Bjarna. Þannig var samþykkt á fundinum að gera hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. „Evrópumálin eru óleyst og það þarf einhvernveginn að takast á við þau," segir Gunnar Helgi um niðurstöðu fundarins um að gera hlé á aðildarviðræðum og ekki ganga til þeirra að nýju, fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig segir Gunnar Helgi að niðurstaðan sé augljóslega til málamynda, enda ekkert rannsakað hvort það sé yfirhöfuð hægt að gera hlé á samningaviðræðum eða til hvers og um hvað þjóðartkvæðagreiðslan ætti að vera. „Flokknum hefur mistekist að búa til sannfærandi línu hvað þetta varðar," segir Gunnar Helgi sem segir málið ekki tilefni til klofnings innan þingflokksins, þó það sé augljóslega afar umdeilt þar. Hann segir hinsvegar að flokkurinn mætti hafa áhyggjur af málinu, „enda margir bakhjarlar flokksins úr viðskiptalífinu, sem hafa aðra skoðun á þessu máli," segir Gunnar Helgi og undanskilur þá að sjálfsögðu sjávarútveginn í þessu mengi. Landsfundinum er lokið.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira