Endurreisnarstjórnin er komin á slysstað Helgi Magnússon skrifar 8. júní 2013 06:00 Það var ekki mikil reisn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kvaddi forsætisráðuneytið á dögunum og hafði það helst að segja á lokastundinni að ný ríkisstjórn „tæki við góðu búi.“ Það er ekki einu sinni hægt að reiðast yfir tilraunum hennar til blekkinga enda eru landsmenn nýbúnir að kveða upp sinn dóm. Þeir sáu í gegnum skipulegan áróður fráfarandi ríkisstjórnar sem reyndi að halda því fram að hér væri allt í býsna góðu standi og að vel hefði tekist til um landsstjórnina síðustu fjögur árin. Landsmenn vita betur og þeir svöruðu með sínum hætti í kosningunum þann 27. apríl sl. og veittu fyrrverandi ríkisstjórn mestu ráðningu sem nokkur ríkisstjórn hefur hlotið á Vesturlöndum frá stríðslokum – eða í nær 70 ár. Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum.Við erum þolendurnir Þeir útlendingar sem kunna að hafa gefið þeim góðan vitnisburð hafa að sönnu ekki verið þolendur rangra ákvarðana fyrri stjórnar eins og við sem búum hér á landi og höfum mátt láta mistökin yfir okkur ganga. Enda var það í okkar verkahring en ekki þeirra að gefa þá einu einkunn sem gildir nú. Hún var birt á kjördag og reyndist vera falleinkunn. Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli. Engu að síður er full ástæða fyrir núverandi stjórnarflokka að láta áróðurinn ekki trufla þau mikilvægu verk sem nú eru fram undan. Leyfið Samfylkingu og Vinstri grænum að sleikja sár sín í friði enda er það mikið verk. Leyfið þeim þó ekki að falsa söguna. Horfið fram á veginn og takið til óspilltra mála. Það þarf að vinna hratt og markvisst að því að hrinda hér í framkvæmd efnahagsstefnu sem gagnast atvinnulífinu og öllum landsmönnum. Við megum engan tíma missa, við misstum svo mikinn tíma á síðasta kjörtímabili. Vinstri stjórnin var slys Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.Verk að vinna Endurreisn er helsta viðfangsefni nýrrar stjórnar. Hún þarf að endurreisa traust gagnvart aðilum vinnumarkaðarins sem gáfust upp á samstarfi við fyrri ríkisstjórn eftir ítrekuð svik við þá. Það gilti jafnt um launþegahreyfinguna og vinnuveitendur. Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja. Erfiðasta verkefnið verður þó að endurreisa virðingu Alþingis og trú á getu stjórnmálamanna til að leiða þjóðina fram á veginn. Það er verkefni sem snýr að öllum þingflokkum. Vonandi sýna þeir því allir skilning og vilja í verki. Forystumenn flokkanna töluðu allir um það fyrir kosningar að nauðsyn væri að breyta vinnubrögðum og andrúmslofti í þinginu og almennt á vettvangi stjórnmála hér á landi. Það þarf að komast út úr sjálfheldu haturs- og hefndarstjórnmála enda eru margir þeirra sem mest lögðu af mörkum til þeirra í síðasta kjörtímabili horfnir af þingi. Nú er lag að breyta um stefnu. Nú er lag að hefja allsherjarendurreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það var ekki mikil reisn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kvaddi forsætisráðuneytið á dögunum og hafði það helst að segja á lokastundinni að ný ríkisstjórn „tæki við góðu búi.“ Það er ekki einu sinni hægt að reiðast yfir tilraunum hennar til blekkinga enda eru landsmenn nýbúnir að kveða upp sinn dóm. Þeir sáu í gegnum skipulegan áróður fráfarandi ríkisstjórnar sem reyndi að halda því fram að hér væri allt í býsna góðu standi og að vel hefði tekist til um landsstjórnina síðustu fjögur árin. Landsmenn vita betur og þeir svöruðu með sínum hætti í kosningunum þann 27. apríl sl. og veittu fyrrverandi ríkisstjórn mestu ráðningu sem nokkur ríkisstjórn hefur hlotið á Vesturlöndum frá stríðslokum – eða í nær 70 ár. Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum.Við erum þolendurnir Þeir útlendingar sem kunna að hafa gefið þeim góðan vitnisburð hafa að sönnu ekki verið þolendur rangra ákvarðana fyrri stjórnar eins og við sem búum hér á landi og höfum mátt láta mistökin yfir okkur ganga. Enda var það í okkar verkahring en ekki þeirra að gefa þá einu einkunn sem gildir nú. Hún var birt á kjördag og reyndist vera falleinkunn. Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli. Engu að síður er full ástæða fyrir núverandi stjórnarflokka að láta áróðurinn ekki trufla þau mikilvægu verk sem nú eru fram undan. Leyfið Samfylkingu og Vinstri grænum að sleikja sár sín í friði enda er það mikið verk. Leyfið þeim þó ekki að falsa söguna. Horfið fram á veginn og takið til óspilltra mála. Það þarf að vinna hratt og markvisst að því að hrinda hér í framkvæmd efnahagsstefnu sem gagnast atvinnulífinu og öllum landsmönnum. Við megum engan tíma missa, við misstum svo mikinn tíma á síðasta kjörtímabili. Vinstri stjórnin var slys Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.Verk að vinna Endurreisn er helsta viðfangsefni nýrrar stjórnar. Hún þarf að endurreisa traust gagnvart aðilum vinnumarkaðarins sem gáfust upp á samstarfi við fyrri ríkisstjórn eftir ítrekuð svik við þá. Það gilti jafnt um launþegahreyfinguna og vinnuveitendur. Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja. Erfiðasta verkefnið verður þó að endurreisa virðingu Alþingis og trú á getu stjórnmálamanna til að leiða þjóðina fram á veginn. Það er verkefni sem snýr að öllum þingflokkum. Vonandi sýna þeir því allir skilning og vilja í verki. Forystumenn flokkanna töluðu allir um það fyrir kosningar að nauðsyn væri að breyta vinnubrögðum og andrúmslofti í þinginu og almennt á vettvangi stjórnmála hér á landi. Það þarf að komast út úr sjálfheldu haturs- og hefndarstjórnmála enda eru margir þeirra sem mest lögðu af mörkum til þeirra í síðasta kjörtímabili horfnir af þingi. Nú er lag að breyta um stefnu. Nú er lag að hefja allsherjarendurreisn.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun