Endurreisnarstjórnin er komin á slysstað Helgi Magnússon skrifar 8. júní 2013 06:00 Það var ekki mikil reisn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kvaddi forsætisráðuneytið á dögunum og hafði það helst að segja á lokastundinni að ný ríkisstjórn „tæki við góðu búi.“ Það er ekki einu sinni hægt að reiðast yfir tilraunum hennar til blekkinga enda eru landsmenn nýbúnir að kveða upp sinn dóm. Þeir sáu í gegnum skipulegan áróður fráfarandi ríkisstjórnar sem reyndi að halda því fram að hér væri allt í býsna góðu standi og að vel hefði tekist til um landsstjórnina síðustu fjögur árin. Landsmenn vita betur og þeir svöruðu með sínum hætti í kosningunum þann 27. apríl sl. og veittu fyrrverandi ríkisstjórn mestu ráðningu sem nokkur ríkisstjórn hefur hlotið á Vesturlöndum frá stríðslokum – eða í nær 70 ár. Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum.Við erum þolendurnir Þeir útlendingar sem kunna að hafa gefið þeim góðan vitnisburð hafa að sönnu ekki verið þolendur rangra ákvarðana fyrri stjórnar eins og við sem búum hér á landi og höfum mátt láta mistökin yfir okkur ganga. Enda var það í okkar verkahring en ekki þeirra að gefa þá einu einkunn sem gildir nú. Hún var birt á kjördag og reyndist vera falleinkunn. Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli. Engu að síður er full ástæða fyrir núverandi stjórnarflokka að láta áróðurinn ekki trufla þau mikilvægu verk sem nú eru fram undan. Leyfið Samfylkingu og Vinstri grænum að sleikja sár sín í friði enda er það mikið verk. Leyfið þeim þó ekki að falsa söguna. Horfið fram á veginn og takið til óspilltra mála. Það þarf að vinna hratt og markvisst að því að hrinda hér í framkvæmd efnahagsstefnu sem gagnast atvinnulífinu og öllum landsmönnum. Við megum engan tíma missa, við misstum svo mikinn tíma á síðasta kjörtímabili. Vinstri stjórnin var slys Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.Verk að vinna Endurreisn er helsta viðfangsefni nýrrar stjórnar. Hún þarf að endurreisa traust gagnvart aðilum vinnumarkaðarins sem gáfust upp á samstarfi við fyrri ríkisstjórn eftir ítrekuð svik við þá. Það gilti jafnt um launþegahreyfinguna og vinnuveitendur. Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja. Erfiðasta verkefnið verður þó að endurreisa virðingu Alþingis og trú á getu stjórnmálamanna til að leiða þjóðina fram á veginn. Það er verkefni sem snýr að öllum þingflokkum. Vonandi sýna þeir því allir skilning og vilja í verki. Forystumenn flokkanna töluðu allir um það fyrir kosningar að nauðsyn væri að breyta vinnubrögðum og andrúmslofti í þinginu og almennt á vettvangi stjórnmála hér á landi. Það þarf að komast út úr sjálfheldu haturs- og hefndarstjórnmála enda eru margir þeirra sem mest lögðu af mörkum til þeirra í síðasta kjörtímabili horfnir af þingi. Nú er lag að breyta um stefnu. Nú er lag að hefja allsherjarendurreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Það var ekki mikil reisn yfir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún kvaddi forsætisráðuneytið á dögunum og hafði það helst að segja á lokastundinni að ný ríkisstjórn „tæki við góðu búi.“ Það er ekki einu sinni hægt að reiðast yfir tilraunum hennar til blekkinga enda eru landsmenn nýbúnir að kveða upp sinn dóm. Þeir sáu í gegnum skipulegan áróður fráfarandi ríkisstjórnar sem reyndi að halda því fram að hér væri allt í býsna góðu standi og að vel hefði tekist til um landsstjórnina síðustu fjögur árin. Landsmenn vita betur og þeir svöruðu með sínum hætti í kosningunum þann 27. apríl sl. og veittu fyrrverandi ríkisstjórn mestu ráðningu sem nokkur ríkisstjórn hefur hlotið á Vesturlöndum frá stríðslokum – eða í nær 70 ár. Þetta „góða bú“ sem Jóhanna talaði um var hálfgert þrotabú sem varð til af mannavöldum vegna rangrar efnahagsstefnu stjórnvalda. Steingrímur Sigfússon heldur því enn þá fram að í útlöndum fái efnahagsstefna hans og Jóhönnu háa einkunn, þó svo landsmenn hafi gefið þeim falleinkunn í síðustu kosningum.Við erum þolendurnir Þeir útlendingar sem kunna að hafa gefið þeim góðan vitnisburð hafa að sönnu ekki verið þolendur rangra ákvarðana fyrri stjórnar eins og við sem búum hér á landi og höfum mátt láta mistökin yfir okkur ganga. Enda var það í okkar verkahring en ekki þeirra að gefa þá einu einkunn sem gildir nú. Hún var birt á kjördag og reyndist vera falleinkunn. Sagan mun dæma verk síðustu ríkisstjórnar. Ljóst er að fyrrverandi ráðherrar kvíða þeim dómi og er það að vonum. Þeir og ýmsir fallnir og fyrrverandi þingmenn hafa hamast við að reyna að fegra myndina. En það mun engu breyta. Staðreyndir tala sínu máli. Engu að síður er full ástæða fyrir núverandi stjórnarflokka að láta áróðurinn ekki trufla þau mikilvægu verk sem nú eru fram undan. Leyfið Samfylkingu og Vinstri grænum að sleikja sár sín í friði enda er það mikið verk. Leyfið þeim þó ekki að falsa söguna. Horfið fram á veginn og takið til óspilltra mála. Það þarf að vinna hratt og markvisst að því að hrinda hér í framkvæmd efnahagsstefnu sem gagnast atvinnulífinu og öllum landsmönnum. Við megum engan tíma missa, við misstum svo mikinn tíma á síðasta kjörtímabili. Vinstri stjórnin var slys Ferill síðustu ríkisstjórnar var slys. Nú er björgunarliðið komið á slysstað og þá verður að láta hendur standa fram úr ermum. Fyrir liggur að hagvöxtur í landinu er alltof lágur og minni en haldið hefur verið fram. Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki þegar litið er yfir 70 ára tímabil. Atvinnuleysi er enn þá þannig að Íslendingar eiga ekki að venjast slíku og sætta sig ekki við það þó svo aðrar þjóðir hafi mátt búa við mikið atvinnuleysi í gegnum tíðina. Það leysir ekki neinn vanda fyrir okkur. Skattpíningarstefna vinstri stjórnarinnar hefur dregið mátt úr fólki og fyrirtækjum. Af þeirri leið verður að snúa eins hratt og kostur er. Við höfum misst þúsundir Íslendinga úr landi vegna þess að fólk fékk ekki viðfangsefni við hæfi og skorti trú á framhaldið. Það verður að skapa þau skilyrði að fólkið snúi til baka. Fyrri stjórn stóð í illdeilum við heilar atvinnugreinar og hamlaði uppbyggingu í sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði. Þeirri þróun verður að snúa við þegar í stað.Verk að vinna Endurreisn er helsta viðfangsefni nýrrar stjórnar. Hún þarf að endurreisa traust gagnvart aðilum vinnumarkaðarins sem gáfust upp á samstarfi við fyrri ríkisstjórn eftir ítrekuð svik við þá. Það gilti jafnt um launþegahreyfinguna og vinnuveitendur. Það þarf að endurreisa tiltrú á okkur sem þjóð erlendis. Það þarf að endurreisa trú fólks á framtíð þjóðarinnar enda eru tækifærin næg. Það þarf að endurreisa framkvæmdavilja fólks og fyrirtækja. Erfiðasta verkefnið verður þó að endurreisa virðingu Alþingis og trú á getu stjórnmálamanna til að leiða þjóðina fram á veginn. Það er verkefni sem snýr að öllum þingflokkum. Vonandi sýna þeir því allir skilning og vilja í verki. Forystumenn flokkanna töluðu allir um það fyrir kosningar að nauðsyn væri að breyta vinnubrögðum og andrúmslofti í þinginu og almennt á vettvangi stjórnmála hér á landi. Það þarf að komast út úr sjálfheldu haturs- og hefndarstjórnmála enda eru margir þeirra sem mest lögðu af mörkum til þeirra í síðasta kjörtímabili horfnir af þingi. Nú er lag að breyta um stefnu. Nú er lag að hefja allsherjarendurreisn.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun