Viðskipti innlent

Endurspeglar siðleysi í atvinnulífinu

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Aðeins 2,4 prósent fengust upp í kröfur samtals upp á 280 milljarða króna í þrotabúum fyrirtækja sem gerð voru upp á tímabilinu 1. mars 2011 til 1. mars á þessu ári. Framkvæmdastjóri ASÍ segir þetta endurspegla siðleysi í atvinnulífinu.

Creditinfo tók saman tölur fyrir Alþýðusamband Íslands en þær sýna að kröfum að andvirði 280,8 milljörðum króna var lýst í þrotabú fyrirtækja á tímabilinu 1. mars 2011 til 1. mars á þessu ári.

Á tímabilinu fengu kröfuhafar aðeins 6,7 milljarða, eða 2,4 prósent, upp í kröfur.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir þetta endurspegla siðleysi í atvinnulífinu. Menn í rekstri séu að skjóta sér undan skuldbindingum sem gert sé ráð fyrir að þeir standi við.

Hann segir þetta ekki aðeins samfélagslegt tjón heldur einnig tjón fyrir starfsmenn sem vinna hjá þessum fyrirtækjum og fá ekki sín laun eða önnur réttindi til baka. Þá sé þetta tjón fyrir heiðarleg fyrirtæki sem standi skil á sínum sköttum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×