Innlent

Engar tölur til yfir meðalbiðtíma farþega

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á biðtíma farþega á Keflavíkurflugvelli
Engar rannsóknir hafa verið gerðar á biðtíma farþega á Keflavíkurflugvelli
Forsvarsmenn Isavia vilja koma því á framfæri að ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á biðtíma í Leifsstöð. Það sé hins vegar yfirlýst markmið starfsmanna að biðtíminn sé aldrei lengri en sjö til tíu mínútur. Oftar en ekki er biðtíminn hins vegar mun styttri þó það komi einnig fyrir að hann sé lengri.

Vísir vitnaði fyrr í dag í vefinn Túristi.is þar sem sagt var að samkvæmt athugun sem gerð var fyrr á þessu ári á meðal biðtíma á flugvöllum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, hafi komið í ljós að farþegar á Keflavíkurflugvelli þurfi að bíða þrefalt lengur en farþegar á Kastrup í Kaupmannahöfn.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll, tekur fram að ekki sé rétt með farið hver meðalbiðtíminn er á Keflavíkurflugvelli, einfaldlega því það hefur aldrei verið rannsakað og þar af leiðandi ekki til neinar tölur um það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×