Engin kennsla í gildum fyrir innflytjendur Snærós Sindradóttir skrifar 25. janúar 2016 07:00 Það kann að koma innflytjendum frá sumum heimshornum spánskt fyrir sjónir að þriðjungur þjóðarinnar mæti á Gay Pride árlega. Fréttablaðið/Stefán Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“ Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Innflytjendum á Íslandi býðst ekkert námskeið í skráðum og óskráðum reglum samfélagsins. Hægt er að leita sér ráðgjafar hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur en sú ráðgjöf snýr frekar að réttindum innflytjenda í stað þess að vera hugsuð sem ráðgjöf til að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi. Samkvæmt frétt á vef BBC bjóða Finnar innflytjendum upp á námskeið um samskipti kynjanna. Menningarmunur getur valdið árekstrum sem Finnar vilja lágmarka með námskeiðinu. Þar er innflytjendum kennt að kynin séu jöfn, karlar og konur geti farið saman á skemmtistaði og að finnskir karlmenn sinni húsverkum til jafns við konur. Samkvæmt fréttinni eru þessi námskeið um gildi þjóðarinnar tekin mjög alvarlega. „Hingað til hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið með skipulegum hætti. Þó hefur verið reynt að koma til móts við innflytjendur með opnu húsi þar sem veitt er aðstoð í praktískum atriðum á borð við húsnæðis- og atvinnuleit, auk annarra mála sem þarfnast úrlausnar,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að á þeim vettvangi komi gjarnan upp spurningar sem tengjast íslensku hversdagslífi. „Stuðningsfjölskyldur flóttafólks sinna mjög mikilvægu hlutverki af svipuðum toga og augljóslega á persónulegri nótum,“ segir Björn.Julie InghamSjálfboðaliðar hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild Rauða krossins vinna nú að því að setja saman handbók sem gæti nýst innflytjendum til að aðlagast íslensku samfélagi og læra á þessar óskráðu grunnreglur. „Í bili höfum við kallað þetta How to Survive in Iceland. Á hverjum einasta degi erum við með spurningar frá fólki. Við erum að reyna að koma þessum upplýsingum saman, fyrst í handbók og úr því ætlum við að þróa námskeið,“ segir Julie Ingham, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildinni. „Þetta hefur komið inn í umræðuna hjá okkur varðandi menningarmun,“ segir Julie. Hún nefnir að í einhverjum tilfellum væri betra ef sérfræðingar gætu skýrt ýmsa hluti. „Hugmyndin hjá okkur er að ef við erum með tíu vikna námskeið þá séum við með mismunandi málefni í hverri viku. Fólk getur þá valið og hafnað eftir því sem það hefur áhuga á.“
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira