Engin ríkisábyrgð? Guðni Th. Johannesson skrifar 10. mars 2010 06:00 Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave-deilunni? Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með málstað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórnvalda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sanngirni. Þetta getur gerst en auðvitað er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sanngirni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðanakönnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave-reikningunum til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Icesave-reikningshafarnir hafi ekki getað ætlast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleiðingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvitað hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem undirrituðu samning við Landsbankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með velþóknun hins íslenska Fjármálaeftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi. Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,“ sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins. Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Um það voru gefnar sérstakar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, „fu...k the foreigners-lögin“ eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli. Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgjast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissulega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljónir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra. Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda – einhvers konar neyðarréttur – til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið“ að utan væri komið „í vinnu“ hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands“, sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.“ Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave-deilunni? Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með málstað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórnvalda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sanngirni. Þetta getur gerst en auðvitað er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sanngirni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðanakönnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave-reikningunum til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Icesave-reikningshafarnir hafi ekki getað ætlast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleiðingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvitað hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem undirrituðu samning við Landsbankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með velþóknun hins íslenska Fjármálaeftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi. Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,“ sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins. Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Um það voru gefnar sérstakar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, „fu...k the foreigners-lögin“ eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli. Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgjast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissulega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljónir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra. Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda – einhvers konar neyðarréttur – til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið“ að utan væri komið „í vinnu“ hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands“, sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.“ Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun