Innlent

Engin smálúða

Meðfylgjandi myndir tók meðlimur áhafnarinnar.
Meðfylgjandi myndir tók meðlimur áhafnarinnar.
Skipverjarnir á Kleifabergi ÓF 2 kræktu í sannkallaða risalúðu í gær. Ferlíkið er 258 sentimetrar að lengd og halda menn að þar fari ein af stærstu lúðum sem veiðst hafa við landið síðustu ár. „Til samanburðar má geta þess að lúðan sem þjóðverji nokkur veiddi á stöng fyrir vestan í fyrra og mun vera stærsta lúða í heimi sem veiðst hefur á stöng var 248 cm," segir Trausti Gylfason háseti á kleifaberginu en hann giskar á að lúðan sem veiddist í gær sé allt að 250 kg. Eins og sjá má á myndunum er enda ekki um neitt síli að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×