Innlent

Enginn beitti sér óeðlilega í Magma-málinu

Boði Logason skrifar
Unnur G. Kristjánsdóttir
Unnur G. Kristjánsdóttir
Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður í nefnd um erlenda fjárfestingu segir að samskipti sín og nefndarinnar við Efnahags- og viðskiptaráuneytið varðandi svokallað Magma-mál, hafi verið í góðum og eðlilegum farvegi. Enginn hafi beitt sér óeðlilega í málinu né reynt að hafa áhrif á niðurstöðu nefndarinnar, þvert á móti hafi nefndin notið velvildar í ráðuneytinu.

Í yfirlýsingu sem hún hefur sent fjölmiðlum segir:

„Vegna ummæla Silju Báru Ómarsdóttur fulltrúa VG í nefnd um erlenda fjárfestingu um samskipti okkar við starfsmenn Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins skal tekið fram að samskipti milli mín og nefndarinnar í heild við starfsmenn ráðuneytisins hafa verið í góðum og eðlilegum farvegi. Sannarlega hefur mér heyrst að einhverjir starfsmenn og hún hafa ekki verið sammála í einhverjum efnum en tel það ekki hafa nein áhrif á Magma-málið

Sá háttur er hafður á starfsemi nefndarinnar að ráðuneytið er aðsetur nefndarinnar og þar höfum við aðgang að sérstökum starfsmanni sem jafnframt er starfsmaður ráðuneytisins. JNefndin getur óskað eftir upplýsingum og ráðgjöf frá starfsmönnum ráðuneytisins. Nefnd um erlenda fjárfestingu starfar fjárhagslega á vegum Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og heldur fundi þar. Haft var samráð við ráðuneytið um til hvaða sérfræðinga var leitað til starfa fyrir nefndina en nefndin eða formaður bera ábyrgð á hverjir voru valdir. Sérfræðingar þeir sem veittu álit og ráðgjöf eru Dóra Guðmundsdóttir hjá Lagastofnun HÍ, Kristín Haraldsdóttir hjá Auðlindastofnun HR og Dóra Sif Tynes sérfræðingur í Evrópurétti. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hefur beitt sér óeðlilega Magma-málinu né reynt að hafa áhrif á niðurstöðu nefndarinnar, þvert á móti hefur nefndin notið velvildar í ráðuneytinu.

Í tilefni af ofanrituðu og ummæla Atla Gíslason þingmaður VG í hádegisfréttum RÚV að það samstarf okkar við ráðuneytið væri of náið og eitthvað óeðlilegt vari í gangi vil ég taka fram að svo er ekki."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×