Enski boltinn

Enginn fer frá Liverpool í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að félagið ætli ekki að selja neina leikmenn þegar að félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Fjöldi leikmanna hafa verið orðaðir við Liverpool í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Meðal þeirra má nefna Robert Huth hjá Stoke, Porto-manninn Jorge Fucile og Edin Dzeko, sóknarmanninn öfluga hjá Wolfsburg.

Félagið hefur einnig sagt verið reiðubúið að selja þá Milan Jovanovic og Glen Johnson en Hodgson tekur fyrir það.

„Við höfum rætt margar hugmyndir," sagði Hodgson í viðtali á heimasíðu Liverpool. „Við ætlum ekki að losa okkur við leikmenn og það væri gott ef við gætum styrkt leikmannahópinn með 1-2 leikmönnum."

„Við viljum fá leikmenn sem geta farið beint í byrjunarliðið. Slíkir leikmenn kosta pening og standa ekki alltaf til boða í janúar."

„En ég get fullvissað stuðningsmenn um það að ég ræði þessi mál við Damien Comolli á hverjum degi. En við verðum að bíða og sjá hvað gerist."

„Janúarglugginn er tími umboðsmanna og fjölmiðlamanna. Sonur minn fer í gegnum blöðin á hverjum degi og segir mér hvaða leikmenn eru sagðir á leið til okkar. Ég get í sannleika sagt að ég hef ekki einu sinni rætt um marga þeirra innan félagsins. Ég vil því segja stuðningsmönnum að fara varlega í að taka mark á þessum fréttum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×