Innlent

Enginn látist vegna geitungabits

Boði Logason skrifar
Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir að enginn hafi látist hér á landi vegna geitungabita, svo vitað sé.
Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir að enginn hafi látist hér á landi vegna geitungabita, svo vitað sé.
Skordýrafræðingur segir að engin dauðsföll hafi orðið hér á landi vegna geitungabita, en tuttugu og átta eru látnir og hundruð leitað á spítala vegna geitungaárása í Kína að undanförnu. 

Ekki hafa verið færri geitungar á sveimi hér á landi frá því að sá fyrsti fannst árið 1973.

Síðustu þrjá mánuði hafa geitungaárásum á fólk á Shaanxi-svæðinu í Kína farið fjölgandi vegna mikils hita þar í landi að undanförnu. 

Yfir 600 manns hafa leitað sér læknishjálpar vegna geitungabita. 

Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir að enginn hafi látist hér á landi vegna geitungabita, svo vitað sé.

„Til þess að deyja af þessu þarf maður að hafa bráðaofnæmi. Ef einhver hefur það þarf hann ekki nema smá hluta úr eiturgusu til að vera í hættu. Bráðaofnæmi virkar þannig að þetta gerist allt mjög snögglega, og mjög hratt, og þeir sem verða fyrir þessu eru yfirleitt farnir innan klukkustundar,“ segir hann.

Hann segir að óvenjulega fáir geitungar hafi verið hér á landi í sumar.

„Sumarið var skrítið og óvenjulegt. Það vantaði eiginlega holugeitunginn að miklu leiti. Ég veit bara um fáein bú."

Er eitthvað vitað hvað veldur? 

„Nei það er ekki got að segja. Ég var að fregna það að það sama gerðist víst í Svíþjóð í sumar. Þetta er ekki einskorðað við Íslands.“

Erling segir að hér á landi séu nú tvær tegundir af geitungum, annarsvegar trjágeitungur og svo holugeitungur.

„Við munum þá tíð þegar það var enginn, fyrsta búið fannst hér á landi árið 1973 ef ég man rétt. Svo á tímabili voru tegundirnar orðnar fjórar, en tvær þeirra virðast vera alveg horfnar. Og þá eru bara trjágeitungurinn og holugeitungurinn eftir. Nú er bara að sjá hvað holugeitungurinn gerir. Ég held samt að enginn muni sakna hans ef hann hverfur,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×